fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

PLAY sakað um að bjóða upp á ónothæfan kost varðandi flug til New York – Þetta er ástæðan fyrir hagstæðum kjörum flugvallarins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 18:38

Birgir Jónsson, forstjóri Play. mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flug­fé­lagið PLAY hefur flug til New York þann 9. júní næst­komandi og er miða­sala nú þegar hafin í þessar ferðir. Hyggst PLAY fljúga dag­lega til New York en þetta er þriðji á­fanga­staður flug­fé­lagsins í Banda­ríkjunum á eftir Boston og Was­hington.

Mun PLAY lenda á New York Stewart International flugvellinum. Staðsetning þessa flugvallar hefur vakið töluverðar umræður á samfélagsmiðlum og netverjar sem eru kunnugir New York vilja meina að þessi flugvöllur sé svo langt frá New York og samgöngur svo slæmar á leiðinni að í raun sé hér um ónothæfa þjónustu að ræða.

Hringbraut tók þessa umfjöllun saman

Í umfjöllun Hringbrautar segir:

„Net­verjar sem hafa vanið komur sínar til New York borgar eða búið þar um tíma segja þetta hins vegar draum­sýn hjá Play. Einar Karl Frið­riks­son, sem bjó meðal annars í efri hluta New York sem náms­maður í It­ha­ca há­skóla segir þetta vera um 100 kíló­metra leið á bíl og al­mennings­sam­göngur séu slæmar.“

Annar netverji heldur því fram að ferðalagið frá flugvellinum inn á aðallestrastöðina í New York taki tvær klukkustundir. Enn annar skrifar:

„Flug­völlur sem er 1:30 tíma frá borginni í engri um­ferð. Þetta verður sem sagt ó­not­hæf þjónusta.“

Sjá einnig svör Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY, við gagnrýninni

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun