fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Lést af COVID á Sunnuhlíð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum COVID-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi í kjölfar hópsmits sem þar kom upp. Frá þessu greinir Viljinn sem vísar til þess að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi staðfest andlátið sem og Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar.

Tugir íbúa og starfsmanna hjúkrunarheimilisins hafa greinst smitaðir undanfarið, þó án alvarlegra veikinda nema í þessu eina tilviki.

„Það er enn mikið um smit en sáralítið um veikindi.  Erum þó að vonast til að geta opnað eina deild fyrir takmarkaðar heimsóknir í lok þessarar viku eða um næstu helgi, fer allt eftir því hvernig málin þróast,“ hefur Viljinn eftir Kristjáni. Hann segir þó að starfsemin verði áfram þung í þessari viku.

Um er að ræða 46 andlátið vegna COVID hér á landi síðan veiran nam hér land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin