fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Fíkniefnaræktun í Garðabæ og innbrot í Árbæ

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 05:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Garðabæ en hann er grunaður um ræktun fíkniefna. Í húsnæði hans fundust kannabisplöntur, búnaður til ræktunar þeirra og tilbúin fíkniefni. Hald var lagt á plönturnar, fíkniefnin og ræktunarbúnaðinn.

Skömmu eftir klukkan 22 var tilkynnt um tvo menn sem voru að reyna að sparka upp hurð að fyrirtæki í Árbæ. Þeir náðu að komast undan á bifreið og var búið að hylja skráningarnúmer hennar. Áður höfðu mennirnir farið inn í bifreið tilkynnanda og stolið greiðslukortum og reiðufé.

Á níunda tímanum var maður handtekinn á Miðborgarsvæðinu en hann er grunaður um eignaspjöll, brot á lögreglusamþykkt og fleira. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska