fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Þrír drengir slösuðust þegar flugeldar sprungu í höndum þeirra – Ekið á gangandi vegfaranda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. janúar 2022 05:23

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír 14 ára drengir slösuðust síðdegis í gær þegar flugeldar sprungu í höndum þeirra í Breiðholti. Þeir voru allir fluttir með sjúkrabifreiðum á bráðadeild. Þeir voru með áverka á höndum, andliti, augum, við eyru og heyrn þeirra var skert.

Rétt fyrir klukkan 20 var ekið á gangandi mann í Miðborginni þegar hann var að fara yfir gangbraut. Hann var með áverka á enni og kenndi til í olnboga. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Á öðrum tímanum í nótt var fernt handtekið eftir að akstur bifreiðar var stöðvaður í Miðborginni. Fólkið er grunað um líkamsárás. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og fleiri brot. Þolandi líkamsárásarinnar fór á bráðadeild til aðhlynningar.

Einn ökumaður var handtekinn í Kópavogi í nótt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Eldur kom upp í vélarrými strætisvagns í Kópavogi í gærkvöldi. Vegfaranda tókst að slökkva eldinn áður en viðbragðsaðilar komu á vettvang. Strætisvagninn var fjarlægður með dráttarbifreið.

Maður var kærður fyrir búðarþjófnað í Breiðholti í gærkvöldi en hann var stöðvaður þegar hann reyndi að yfirgefa verslun með vörur að verðmæti 19.000 króna en hann hafði ekki greitt fyrir þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin