fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Þrír af hverjum fjórum hlynntir bólusetningum barna 5-11 ára gegn kórónaveirunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. janúar 2022 15:11

Frá bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára í Laugardalshöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúm 74% aðspurðra í nýrri könnun Maskínu eru mjög eða fremur hlynnt því að bólusetja 5-11 ára börn við COVID-19. Rúm 11% sögðust hins vegar mjög eða fremur andvíg þessum bólusetningum.

Lítill munur var á kynjunum. Tæp 75% karla sögðust mjög eða fremur hlynntir bólusetningunum en tæp 74% kvenna.

Þegar svör eru skoðuð eftir aldurshópum eru flestir í hópi 60 ára og eldri sem segjast mjög hlynntir, eða 61%. Flestir í hópi þeirra sem sögðust mjög andvígir eru á aldrinum 30-39 ára, eða 10,6%.

Þegar svörin eru skoðuð eftir búsetu voru flestir þeirra sem sögðust mjög hlynntir búsettir á höfuðborgarsvæðinu, eða 54%.

Þá var tekjuhæsti hópurinn, fólk með tekjur 1,2 milljón eða hærri mánaðarlaun, stærstur þeirra sem sagðist mjög hlynntur bólusetningunum, eða 63,1%.

Frá Maskínu:

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundum.

Könnunin fór fram dagana 6.-17. 2022 og voru svarendur 902 talsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin