fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Ók á gangandi konu í Garðabæ og flúði af vettvangi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 08:54

Garðatorg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert hefur verið um að vera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sé mið tekið af dagbókarfærslum hennar. Flest tengjast málin ölvun og fíkniefnaneyslu en nokkrar líkamsárásir komu til kasta lögreglu í nótt. Þannig voru tveir menn vistaðir í fangageymslu lögreglu eftir að slegist innbyrðis í miðbænum og farið síðan að veitast að öðrum vegfarendum.

Skömmu síðar var tilkynnt um mann í miðbænum sem hrinti stúlku þannig að hún hrasaði aftur fyrir sig og lenti á bakinu og mann sem var kýldur í andlitið.   Árásaraðili farinn frá vettvangi.  Afskipti höfð af árásaraðila skömmu síðar og var frásögn hans á annan veg.  Hann var með  áverka og mögulega úr axlarlið.  Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.  Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um umferðarslys kl.17.23 í gær við verslanir í Garðabæ en bifreið hafði verið ekið á gangandi konu. Ökumaðurinn kvaðst eftir slysið ætla að setja bifreiðina í stæði og athuga með skemmdir en ók þá á brott og yfirgaf vettvang.  Konan fann til eymsla í mjöðm og var flutt með sjúkrabifreið á Bráðadeild til aðhlynningar.   Lögregla hefur upplýsingar um bifreiðina og er málið í rannsókn.

Þá handtók lögreglan þrjá aðila í Grafarholti um hálf fjögur í nótt sem grunaðir eru um innbrot og þjófnaði í bifreiðum. Aðilarnir voru teknir höndum og vistaðir í fangageynslu lögreglu á meðan rannsókn stendur yfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu