fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 09:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá þremur af fjórum innlendum matvörukeðjum og matvöruverslunum hefur verð hækkað umfram vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Veritabus gerði í síðustu viku í verslunum Hagkaupa, Festar, Heimkaupa og Samkaupa.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að hjá þremur hafi verð hækkað umfram niðurstöður verðkönnunar ASÍ frá því um mánaðamótin september-október á síðasta ári. Bónus var ekki með í könnuninni því mikil fylgni er á milli vöruverðs í Bónus og Krónunni. Í flestum tilfellum er verðið einni krónu hærra í Krónunni en í Bónus.

Svo virðist sem verðhækkanir vegna heimsfaraldursins séu nú að skila sér af fullum þunga út í verðlagið og ekki er útséð með að þeim sé lokið.

Veritabus kannaði einnig verð á vörukörfu með 45 vörum sem endurspegla helgarinnkaup fjögurra manna fjölskyldu. Meðalverð hennar er nú 24 þúsund. Frá því um mánaðamótin september-október voru verðbreytingarnar -2 til +18% en vísitala neysluverðs hækkaði um 2,3% á sama tíma en janúarmælingar eru ekki komnar inn í hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila