fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 09:51

Einar Hermannsson, formaður SÁÁ. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin birti í morgun viðtal við skjólastæðing SÁÁ sem leiddist út í vændi í neyð og fullyrðir að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafi keypti þjónustu af. Með greininni birti Stundin Messenger samskipti Einars við konuna sem áttu sér stað þann í  nóvember 2016 en þá sat Einar í stjórn SÁÁ en fjórum áður síðar var hann kjörinn formaður samtakanna.

Einar: „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Konan: „Hæ. Mér líst vel á þig og er til í að spjalla… Vil samt sem áður vita hver benti þér á mig 🙂 Vil vera varkár og vona að þú skiljir það“

Einar: „Hæ, sá þinn profile á fb. Þarf einmitt það sama þeas 100% trúnað“

Þá birtir Stundin einnig samskipti milli Einars og konuna sem áttu sér stað mánuði síðar í desember 2016.

Konan: „Ég er ready“

Einar: Er á leiðinni, ca 10 mín

Konan: ok:

Tæpum tveimur klukkustundum síðar þakkar Einar svo fyrir sig.

Einar: „Takk fyrir mig. Gaman að kynnast þér. Er að fíla þig mjög vel.“

Sjá einnig: Einar sagði af sér vitandi af fyrirhugaðri umfjöllun Stundarinnar um vændiskaup hans af konu með fíknisjúkdóm

Hafði frumkvæðið af samskiptunum

Í yfirlýsingu sinni til fjölmiðla í gær þar sem Einar tilkynnti að hann hefði sagt af sér formennsku í SÁÁ þá sagðist Einar hafa svarað vændisauglýsingu á netinu. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ.

Samskiptin sem Stundin birti í morgun virðast hins vegar benda til þess að hann hafi haft frumkvæði af samskiptunum og hafi þar að auki gengið lengra en „að svara auglýsingu.“

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að konan hafi leiðst út í vændi um nokkurra ára skeið eftir að hafa sokkið djúpt í neyslu í kjölfar þess að greinast með illvígan sjúkdóm. Í viðtalinu lýsir hún aðdragandanum á þessa leið:

„Ég var hræðilega veik og hafði verið á Einkamál.is. Þar hafði maður samband við mig og spurði hvort ég myndi þiggja greiðslu fyrir kynlíf. Mér fannst það mjög skrýtið en ég var fátæk. Neyslan kostaði um 150 þúsund krónur mánaðarlega og  í örvæntingu minni sagði ég já. Ég myndi þá eiga fyrir næsta skammti og fyrir mat,“ segir konan.

Í kjölfarið hafi hún leiðst út í þennan heim og stofnað Facebook-síðu til þess að viðskiptavinir gætu haft samband við hana sem var það sem Einar síðan gerði.

Konan komst síðan á beinu brautina eftir að hafa nýtt sér meðferðarúrræði SÁÁ á Vogi en að upplifun hennar af vændinu hafi alltaf setið í henni og sérstaklega sú staðreynd að formaður SÁÁ hafi nýtt sér neyð hennar með þessum hætti.

Nánar er fjallað um málið á vef Stundarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“