fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Sakfelldur fyrir að hóta vitni – „Við vitum líka um hestana þína svo þú ættir að hugsa þig aðeins um“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. janúar 2022 19:30

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„eitt skal ég segja þér og það er að ég og mínir félagar sem eru nú flestir búnir að sitja í fangelsi fyrir morð og ýmislegt ljótt við vitum hver þú ert og við vitum líka um hestana þína svo þú ættir að hugsa þig aðeins um hvað þú ert að gera gömlum manni“

Ofangreinda hótun fékk vitni í sakamáli í Messenger-skilaboðum. Skilaboðin voru send 20. ágúst árið 2020. Hótanirnar viðhafði maðurinn vegna kæru þess sem fékk hótanirnar á vin þess sem hótaði.

Maðurinn sem gerðist sekur um þessa hótun var ekki viðstaddur réttarhöldin og var að sér fjarstöddum dæmdur í 60 daga fangelsi sem er ekki skilorðsbundið.

Við ákvörðun refsingar skipti sakaferill ákærða máli sem hann var sakfelldur fyrir líkamsárás árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?

Eru Bandaríkin að missa þolinmæðina gagnvart Ísrael?