fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Einar sagði af sér vitandi af fyrirhugaðri umfjöllun Stundarinnar um vændiskaup hans af konu með fíknisjúkdóm

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. janúar 2022 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í dag. Í yfirlýsingu til fjölmiðla sagði hann afsögnina mega rekja til þess að fyrir nokkrum árum hafi hann svarað auglýsingu þar sem kynlífsþjónusta var boðin til kaups og að þau samskipti hafi verið til þess fallin að varpa rýrð á starf SÁÁ. Ekki tók Einar fram í yfirlýsingu að umrædd samskipti hafi verið undanfari vændiskaupa en Stundin kveðst hafa gögn undir höndum sem sýni að Einar hafi keypt vændi af konu á tveggja ára tímabili. Umrædd kona var í virkri neyslu vímuefna á þeim tíma.

Nú hefur Stundin greint frá því að afsögn Einars, sem hann tilkynnti í dag, kom í kjölfar rannsóknarvinnu Stundarinnar vegna umfjöllunar um vændiskaup hans á árunum 2016-2018, en sú rannsókn sé studd gögnum sem sýni meðal annars samskipti Einars og konu í skilaboðum á Facebook. Hefur Stundin rætt við konuna sem er í bata af fíknisjúkdóm, en hún leiddist út í vændi til að fjármagna neyslu sína. Hún segir að á áðurnefndu tímabili hafi Einar keypt af henni kynlífsþjónustu og eftir að hún náði bata hafi hún ætlað að leita réttar síns, en síðan orðið hrædd og því ekki kært. Málið sé nú fyrnt. Konan er í dag skjólstæðingur SÁÁ.

Stundin segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að Embætti landlæknis hafi verið tilkynnt um málið árið 2020 og að minnst einn stjórnarmaður í framkvæmdastjórn SÁÁ hafi árið 2020 vitað að því að Einar hafi keypt vændi af konu sem var fíkniefnaneytandi þegar hún var í virkri neyslu.

Mun Stundin fjalla nánar um málið á næstu dögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga