fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 23. janúar 2022 17:30

Mynd/thingeyingur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjasveit sameinast formlega í lok maí. Þau munu þá mynda stærstu skipulagsheild landsins, samtals um 12 þúsund ferkílómetra. Enn hefur þó ekki verið ákveðið hvað nýja sveitarfélagið á að heita en margar áhugaverðar tillögur hafa þegar komið fram.

Ákveðið var að fram fari rafræn hugmyndasöfnun þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti nýs sveitarfélags. Jafnframt verði hugmyndum safnað meðal nemenda í grunnskólum sveitarfélaganna. Í framhaldinu fari fram rafræn skoðanakönnun sem verði leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun samkvæmt lögum.

Áhugasöm geta hér lesið skýrslu um forsendur sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjasveitar. 

Að lokinni hugmyndasöfnun mun Undirbúningsstjórn fara yfir þær tillögur sem bárust og velja 5-10 hugmyndir sem sendar verða Örnefnanefnd til umsagnar. Örnefnanefnd skilar rökstuddu áliti sínu innan þriggja vikna frá því að erindi berst nefndinni.

Hugmyndasöfnunin stendur yfir á BetraÍsland.is og er öllum opin til 3. febrúar. 

Gríðarlegur fjöldi hugmynda er þegar kominn. Hér skal nefna nokkrar þeirra, ásamt rökstuðningi.

Sveitarfélagið Mývatn

Mývatn er lang þekktasta nafn/kennileiti í nýju sveitarfélagi. Það er mín tilfinning að meginhluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um hvar Þingeyjarsveit eða Skútustaðahreppur eru. Það vita hins vegar miklu mun fleiri hvar Mývatn eða Mývatnssveit er. Notum því okkar þekktasta kennileiti til þess að fólk viti hvar við búum 🙂 Það munu koma upp vangaveltur um það hvort fólk tali þá um að vera á eða í Mývatni en það er eitthvað sem við verðum að hætta að pirra okkur á 🙂

 

Heiðaþing

„Þótt oss skilji hábrýnd heiðin“. Heiðar eru áberandi í landafræði svæðisins og skilja búsetusvæðin að. Heiðarnar tengjast einnig sögu svæðisins, þarna byggðust upp fjölmörg heiðarbýli á 19. öld og er enn búið talsvert upp á heiðum, til dæmis í Stafshverfi, á Stöng og í Baldursheimi og Gautlöndum.

 

Sameinuðu þingeysku furstadæmin

Einfalt og fágað

 

Bolabyggð

Fátt eitt sagna á landinu er jafn þekkt eins og sagan af Þorgeirs-bola. Tel ég við hæfi að honum sé hér gert hátt undir höfði með því að sameina sveitir er honum eru kenndar að hafa sundrað áður.

 

Everything

Nafnið er alþjóðlegt, mjög lýsandi fyrir svæðið og getur hentað vel við kynningu á sveitarfélaginu bæði innan- og utanlands. Þá væri líka hægt að bæta við laginu „All Kinds Of Everything“ í söngbækur á þorrablótum í nýja sveitarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“