fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Harmleikur á eggjabúi – Kona fær ekki bætur eftir slys

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem vann hjá Nesbúeggjum í Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir slysi í lok janúar árið 2020. Kona sem hafði unnið í fimm ár hjá fyrirtækinu við að sjóða og brjóta egg lenti í hálkuslysi utandyra er hún var að fara út með rusl, sem var hluti af vinnuskyldum hennar. Hálka var úti þennan dag og féll konan á leið sinni að ruslagáminum. Fékk hún hálstognun og tognun á öxl. Varð hún tímabundið óvinnufær vegna slyssins og tímabundið með 100% örorku.

Konan höfðaði mál á hendur tryggingafélagi Nesbúeggja, TM, þar sem hún krafðist þess að skaðabótaskylda TM í málinu yrði viðurkennd. Málið höfðaði hún á þeim forsendum að Nesbúeggjum hefði borið skylda til að tryggja hálkulausar gönguleiðir að ruslagáminum. Um þetta segir í texta dómsins:

„Stefnandi byggir á því, að það sé á ábyrgð vinnuveitanda að sjá til þess að gönguleiðir starfsfólks séu greiðar og ekki þeim eiginleikum haldnar að þær feli í sér hættu á líkamsmeiðslum eða annars konar heilsuspjöllum. Hafi stefndi Nesbúegg ehf. ekki staðið undir þeirri ábyrgð, í andstöðu við lög og reglur, og teljist það félaginu til sakar. Slys stefnanda og eftirfarandi líkamstjón sé sennileg afleiðing þeirrar saknæmu háttsemi og teljast því skilyrði sakarreglunnar uppfyllt í þessu tilfelli gagnvart stefnda Nesbúeggjum ehf. Er það í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að gönguleiðir þær, er starfsfólki er ætlað að fara um, séu ekki með þeim hætti að starfsfólki stafi hætta af. Í þessu felist m.a. að viðeigandi hálkuvörnum skuli komið við, enda stafi af sleipu undirlagi mikil hætta á líkamstjóni vegna fyrirsjáanlegrar fallhættu.

Vísar stefnandi til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 46/1980, sem kveði á um að atvinnurekandi og/eða verkstjóri hans skuli stuðla að góðum aðbúnaði, hollustuháttum
og öryggi á vinnustað. Jafnframt segi í a- og b-lið 13. gr. laganna að atvinnurekandi skuli tryggja, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar, og það sérstaklega varðandi framkvæmd vinnu og vinnustaði.

Þá segi í 1. mgr. 37. gr. laga nr. 46/1980 að vinnu skuli haga og framkvæma þannig, að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta.“

Nesbúegg og TM höfnuðu skaðabótaskyldu og töldu atburðinn annaðhvort vera óhappatilvik eða sökin væri konunnar sjálfrar sem hefði átt að gæta sín sjálf enda vissi hún um hinar erfiðu aðstæður. Væri atvikið því rakið til gáleysis konunnar.

Á þessar röksemdir féllst dómurinn en í niðurstöðunni segir að slysið verið ekki rakið til annars en gáleysis stefnanda. Hún hafi sjálf tekið ákvörðun um að fara út með ruslið þó að hún vissi af hálkunni. „Stefnandi hafði unnið í fimm ár hjá stefnda í sama starfi og var öllum hnútum og aðstæðum á vinnustaðnum kunnug. Átti hún því að vera vel meðvituð um nauðsyn þess að gæta allrar varúðar og ýtrustu aðgæslu gagnvart hálku sem gat myndast á svæðinu út að ruslagámnum enda fór hún þar um nánast daglega. Það gerði hún ekki í þetta sinn og verður að bera ábyrgð á því sjálf,“ segir í dómsniðurstöðunni.

TM er því sýknað af kröfum konunnar en málskostnaður fellur niður þar sem konan fékk gjafsókn.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin