fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Brugðust fljótt við og skipuleggja 186 sæta leiguflug á leik Íslands gegn Danmörku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að afar kærkomið handboltaæði sé runnið á þjóðina eftir frábæra byrjun íslenska landliðsins á EM í Búdapest. Þrír sigrar og efsta sætið í riðlinum okkar staðreynd sem þýðir að Ísland á alla möguleika á því að ná langt í keppninni.

Framundan er hinsvegar rosalegur leikur á fimmtudaginn gegn gömlum erkifjendum, Dönum, sem að einnig hafa unnið sína leiki. Sigur í þeim leik væri gríðarlegur áfangi í mótinu og ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að leggja hönd á plóg. Þar var unnið hratt í gærkvöldi eftir glæstan en nauman sigur gegn Ungverjum og græjað leiguflug út á leikinn.

„Við fórum að fá fjölmargar fyrirspurnir strax eftir leik og þar sem að við vissum af lausri vél á þessum tíma þá gátum við haft hraðar hendur,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða.

Heimsferðir ætla því að fljúga í beinu flugi til Búdapest kl.11 á morgun en lent verður í ungversku höfðuborginni um 16.20 – um 4 klukkustundum fyrir leikinn gegn Danmörku. Heimflugið er síðan á þægilegum tíma kl.16.00 föstudaginn 21. janúar.

„HSÍ útvegaði okkur síðan miða á besta stað innan um aðra íslenska stuðningsmenn. Þannig að við vonum að sjálfsögðu að undirtektirnar verði góðar og full vél með 186 íslenskum stuðningsmönnum mæti á pallana í handboltahöllinni glæsilegu í Búdapest,“ segir Tómas.

Heimsferðir hafa reynslu af slíku íslensku íþróttafári og þá helst á EM í knattspyrnu í Frakklandi um árið. „Þá seldust miðar í leiguflug upp á hálftíma. Það er óvíst hvort að það verði raunin nú en við finnum að minnsta kosti fyrir miklum áhuga og erum bjartsýn á að ná að fylla vélina hratt og örugglega,“ segir Tómas.

Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða

Hann segir að starfsfólk Heimsferða muni fylgjast spennt með framgangi mála og þegar eru þreifingar hafnar um fleiri leiguflug. „Ef liðinu gengur áfram vel þá mun áhuginn aukast enn frekar. Þetta veltur allt á því hvort að það séu lausar vélar en við erum þegar farin að vinna í því og munum bregðast hratt við,“ segir Tómas.

Verð fyrir flug, gistingu og miða á leik auk rútuferðar á völlinn er 99.900 krónur en einnig er hægt að kaupa flug eingöngu fyrir 79.900 krónur. Hægt er að bóka miða á heimasíðu Heimsferða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“