fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Birgitta Líf biðst afsökunar á umdeildu myndbandi – „Þetta er rasismi“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 09:00

Myndin er samsett - Mynd til vinstri: Instagram/@birgittalif - Mynd til hægri: Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðs- og samfélagsmiðlastjóra World Class og eiganda Bankastræti Club, að dansa við lagið Hverfinu eftir Gísla Pálma hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Ástæðan fyrir þessari athygli er sú að í myndbandinu togar Birgitta augun sín svo þau líkist augum fólks af asískum uppruna þegar Gísli fer með línuna „Augun pírð eins og Japanar“.

Birgitta hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þetta á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að myndbandið var birt þar.

 

Miklar umræður sköpuðust í athugasemdunum við ofangreinda færslu á Twitter. „Þetta er ekki fyndið og mun aldrei vera fyndið,“ segir til að mynda einn netverji.

Þá bendir annar netverji á að mikill fjöldi starfsfólks World Class er af asískum uppruna.

„Við vitum öll að World Class sem business væri hvorki fugl né fiskur ef ekki væri fyrir framlag starfsfólksins af asískum uppruna sem halda pleisinu uppi í alla staði – og það á launum eflaust fjarri hennar príma whiteprivilege type shit,“ segir sá netverji.

„Þetta er rasismi“

Myndbandið vakti einnig mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter. „Klassískur rasismi hjá Birgittu Líf,“ er yfirskriftin á myndbandi sem TikTok aðgangurinn @hlemmavideo birti. Það myndband hefur fengið rúmlega 35 þúsund áhorf og eru umræðurnar undir því ansi líflegar.

Til að mynda er mikið rætt um hvort þetta sé rasískt hjá Birgittu eða ekki. „Er fólk án djóks að pirra sig yfir þessu? Fáðu þér líf og hugsaðu frekar út í þig en aðra,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni á TikTok og taka margir þar í svipaða strengi.

Þá benda margir á að þetta sé rasískt, hvort sem þeim finnist það eða ekki. „Þetta er rasismi og ef þú ert ekki asískur þá er það ekki þitt að ákveða hvort þetta sé ekki óviðeigandi,“ segir til dæmis í annarri athugasemd.

„Ég biðst afsökunar“

Birgitta skrifaði sjálf athugasemd við myndbandið sem birt var á TikTok en þar segir hún þetta hafa verið gert í hugsunarleysi. „Mér þykir ótrúlega leiðinlegt hvernig ég túlkaði þennan texta sem ég var að dansa og syngja við en það átti ekki að vera meint sem neitt grín,“ segir hún.

„Það var engin dýpri merking á bakvið þetta og ég biðst afsökunar á að hafa sært með hugsunarleysi mínu. Ég lifi og læri. Ást til allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“