fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Hurð skall nærri hælum er bílar urðu fyrir snjóflóðum í gær – 14 létust fyrir réttum 27 árum

Heimir Hannesson, Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. janúar 2022 08:00

Mynd/aðsend Jónþór Eiríksson, Þorsteinn Haukur Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veginum um Súðavíkurhlíð var lokað í gærkvöldi, að því er virðist í nokkru snarhasti, eftir að fjöldi snjóflóða höfðu fallið úr hlíðinni. Nokkur þeirra náðu yfir veginn að sögn vegfarenda sem deilt hafa upplifun sinni á samfélagsmiðlum. Vegagerðin hafði áður gefið út að veginum yrði lokað klukkan tíu í gærkvöldi, en rétt eftir níu tilkynnti lögreglan að veginum hefði þegar verið lokað vegna flóðanna og hættu á frekari ofanflóðum.

„Rétt fyrir klukkan hálf sjö í kvöld keyrðum við í gegnum snjóflóð á Súðavíkurhlíðinni. Við sáum flóðið svo seint að það þýddi lítið að reyna að bremsa svo Raggi gaf í og við náðum með herkjum að komast í gegnum flóðið á stórum jeppa,“ skrifar Svanhildur Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur, söngkona og Vestfirðingur um upplifun hennar og Ragnars Inga Kristjánssonar eiginmanns hennar í gær. Færslan er birt með hennar leyfi. „Ég hringdi strax í Vegagerðina og sagði þeim frá flóðinu,“ skrifar Svanhildur áfram og gagnrýnir að ekki hafi verið brugðist við fyrr. Í samtali við DV segist hún vita til þess að fleiri hafi lent í vandræðum eftir að hún tilkynnti um flóðið.

Svanhildur segir núverandi vegstæði óviðunandi, og er ekki ein um það sjónarmið.

Jónþór Eiríksson lýsti því í færslu í gærkvöldi hvernig bíll sem festist í snjóflóðinu hafði setið fastur og halarófa myndast aftan við hann þar sem ökumenn biðu „í von um að annað flóð væri ekki á leiðinni.“ „Þetta er óviðunandi ástand,“ bætir Jónþór við í færslunni sem hafði verið deilt mörg hundruð sinnum þegar þetta er skrifað.

Íþróttahúsið varð að fjöldahjálparstöð

Töluverðar umræður sköpuðust þá meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum um hugmyndir um svokölluð Álftafjarðargöng, úr Álftafirði yfir í Skutulsfjörð sem myndu þá leysa veginn um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð af.

Þá hefur DV heimildir fyrir því að þó nokkrir hafi orðið strand í Súðavík og var íþróttahúsinu breytt í fjöldahjálparstöð. Neðangreinda mynd tók Þorsteinn Haukur Þorsteinsson og er hún birt með hans leyfi. Þegar DV náði tali af Þorsteini í gærkvöldi var hann í óða önn að „koma krökkunum í ró,“ eins og hann orðaði það, og vísaði þar til hóps barna sem urðu að láta sér gestrisni Þorsteins og félaga í Súðavík nægja vegna veðursins. Gestrisni Súðvíkinga er blessunarlega rómuð og opnuðu bæjarbúar meðal annars kjörbúð bæjarins fyrir fasta ferðalanga í gærkvöldi.

„27 árum seinna“

„27 ár upp á dag frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. 14 mannslíf horfin, börn, fullorðnir, nágrannar, frænkur, frændur, vinir, ör á sálinni fyrir þá sem eftir sitja. 27 árum seinna er þetta það sem eftirlifendur og aðrir Vestfirðingar þurfa að búa við, óttinn við fjallið, eins og blaut tuska í andlitið. Við getum gert svo miklu betur en þetta,“ skrifar ein sem deilir áðurnefndri færslu Jónþórs.

Fjórtán létust í snjóflóði í Súðavík sem féll þann 16. janúar 1995, fyrir réttum 27 árum í gær. Af þeim látnu voru átta börn. Átján íbúðarhús urðu flóðinu að bráð. Tólf björguðust úr snjónum, sá síðasti var 12 ára drengur sem hafði þá legið undir snjófarginu í 23 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“