fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Bjartsýni eftir sigurinn gegn Portúal – Hvað getur Ísland náð langt á EM?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. janúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

EM í handbolta stendur nú yfir í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland hóf þátttöku sína á mótinu með sigri gegn Portúgal á föstudagskvöld, 28-24. Frammistaða liðsins þótti mjög góð og vekur vonir um að liðið geti náð langt á þessu móti. Íslendingar hafa ekki náð toppárangri á stórmóti í handbolta síðan liðið náði 5. sæti á EM árið 2014.

Á EM keppa 24 lið og skiptast niður í sex fjögurra liða riðla. Tvö lið úr hverjum riðli komast áfram í milliriðla og standa því eftir 12 bestu lið Evrópu þegar riðlakeppninni lýkur.

Íslendingar eru í B-riðli ásamt Portúgölum, Hollendingum og Ungverjum. Tvö lið komast áfram í milliriðil og tekur það lið sem sigraði hitt liðið sem kemst áfram þau stig með sér inn í milliriðilinn (eða eitt stig hvort ef jafnrefli varð í innbyrðisviðureigninni). Í milliriðli verður att kappi við bestu liðin úr A og C riðli. Má þar eiga von á andstæðingum á borð við Danmörku, Króatíu og Frakkland.

Næsti leikur Íslands í B-riðlinum er gegn Hollandi á sunnudagskvöld kl. 19:30. Fyrir mótið hefðu Íslendingar talist sigurstranglegir gegn Hollandi en í fyrsta leiknum gerðu Hollendingar sér lítið fyrir og unnu heimamenn Ungverja. Er því ljóst að leikurinn gegn Hollandi verður mjög erfiður.

Síðasti leikur okkar manna í riðlinum verður á þriðjudag en þá verður keppt við Ungverjaland kl. 17.

Nánar má lesa um mótið á vefnum handbolti.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“