fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Varað við innbrotsþjófi í Efstaleitinu – „Þetta er sem sagt innbrotahrellir Fossvogshverfis“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. janúar 2022 15:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færslu Ingþórs Ásgeirssonar þar sem hann birtir mynd af manni sem hann segist hafa gómað við innbrot í Efstaleiti í Reykjavík í gær hefur nú farið sem eldur um sinu í netheimum. Þegar þetta er skrifað hefur henni verið deilt rúmlega fimm hundruð sinnum.

Í færslunni segir höfundur hennar, Ingþór Ásgeirsson, að hasar hafi verið í Efstaleitinu hjá sér. „Búið var að brjótast inn í nokkra bíla, lögreglan kom og tók skýrslu og að því loknu kom í ljós að einnig var búið að brjótast inn í geymslur hjá íbúum, þá kom einhver ónotatilfinning hjá mér sem leiddi til þess að ég tók labbið um alla ganga,“ skrifar Ingþór í færslunni víðförlu.

Ingþór lýsir því þá að hann hafi rekist á grunsamlegan aðila sem hann tók á tal en þegar hann sagðist ekki vera tilbúinn til viðræðna smellti hann mynd af kauða, sem Ingþór birti með í færslu sinni.

„Lenti í smá stimpingum við að halda honum sem endaði á því að aulinn slapp,“ skrifar hann jafnframt og segist þá hafa hlaupið á eftir honum en ekki haldið í við hann, enda á flatbotna inniskóm.

Ingþór segir þá jafnframt að hamaganginum hafi loks lokið með því að hinn meinti þjófur hafi verið handtekinn. „Líklega verður honum sleppt að loknum yfirheyrslum svo hann geti haldið áfram iðju sinni,“ skrifar Ingþór.

Sem fyrr segir, birtir hann jafnframt mynd af manninum og biður um að henni sé dreift sem víðast og biður fólk um að hringja á lögregluna um leið, verði það vart við manninn.

Samkvæmt heimildum DV hlaut umræddur maður fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps árið 2014 en það sama ár stakk hann annan mann með hníf þannig að litlu munaði að mannskaði hlytist af. Kom fram fyrir dómi að aðeins munaði nokkrum sentimetrum að hnífurinn hefði lent í hjarta fórnarlambsins. Í skýrslu geðlæknis fyrir dómi kom jafnframt fram að hegðun mannsins mætti rekja til mikillar notkunar fíkniefna.

Hæstiréttur staðfesti síðar dóm héraðsdóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“
Fréttir
Í gær

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross
Fréttir
Í gær

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg