fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Sýnataka vegna COVID-19 fellur niður í dag á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Vopnafirði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 03:51

Mynd: Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að aflýsa áður auglýstri sýnatöku vegna COVID-19 á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Vopnafirði í dag, mánudaginn 3. janúar. Ástæðan er mjög slæm veðurspá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fram kemur að tilkynnt verði um nýja sýnatökutíma í dag eða á morgun á heimasíðu og fésbókarsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands og í tilkynningu frá aðgerðarstjórn á Austurlandi.

Þeir sem hafa einkenni COVID-19 smits eru beðnir um að halda sig heima og forðast umgengni við aðra.

Samkvæmt veðurspá er spáð norðvestan 20-28 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Víða verður skafrenningur með lélegu skyggni og éljum. Mjög slæmt ferðaveður verður í dag og hvetur lögreglan íbúa til að huga að lausamunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi

Stórfelld líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna