fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fréttir

Sjómaður lagði Sjóvá-almennar – Spriklandi þorskur olli slysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. september 2021 15:57

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í skaðabótamáli sem sjómaður höfðaði gegn Sjóvá-Almennum tryggingum.

Maðurinn slasaðist við vinnu sína sem háseti um borð í togara sem HB Grandi hf. gerði út. Slysið varð 16. október árið 2018 og varð með þeim hætti að stór þorskur sem hann var að gera að spriklaði í höndum hans þannig að maðurinn skarst á hendi, meðal annars með þeim afleiðingum að sinar við þumalfingur vinstri handar skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð.

HB Grandi var með áhöfn skipsins tryggða hjá Sjóvá-almennum. Eftir matsgerð greindi sjómanninn og tryggingafélagið á um hvort greiða ætti bætur á grundvelli 7 stiga varanlegs miska eða 10 stiga. Ennfremur segir í texta dómsins: „Aðilar deildu einnig um hvort stefnandi ætti rétt til frekari greiðslna vegna tímabundins tjóns en þegar hefðu verið greiddar frá vátryggingartaka. Synjun stefnda var meðal annars studd þeim rökum að atvinnuþátttaka stefnanda fyrir slys gæfi ekki tilefni til að ætla að
um óbætt tjón væri að ræða vegna tímabundins tjóns, þar sem fyrir hefði legið að stefnandi hefði ekki fengið frekari vinnu hjá útgerð Ö. Af hálfu stefnanda var ritað undir svonefnt fullnaðaruppgjör með fyrirvara um að afleiðingar vegna slyssins vegist ekki meira og að tjónþoli myndi hafa uppi frekari kröfur vegna tímabundins atvinnutjóns og vegna miska og höfða mál til að sækja rétt sinn ef þurfa þætti.“

Útgerðina og manninn greindi á um hvort maðurinn væri fastráðinn hjá útgerðinni eða ekki en ekki lá fyrir ráðningarsamningur. Aðalkröfu mannins lá til grundvallar sú forsenda að hann hefði unnið áfram hjá útgerðinni eða annarri útgerð sem sjómaður ef slysið hefði ekki orðið og var þá tekið mið af framtíðartekjum hans sem sjómaður. Varakrafa hans byggði hins vegar á að miða við laun lögfræðings en það er starfi sem hann hafði menntað sig til.

Varðandi ágreininginn um hvort miða ætti við 7 stiga miska eða 10 stiga vísaði útgerðin til fyrri örorku mannsins en hann hafði slasast nokkrum sinnum áður. Dómurinn taldi hins vegar ólíklegt að fyrri slys hefðu hamlað því að maðurinn gæti stundað sjómennsku.

Var það niðurstaða dómsins að komið var að töluverði leyti til móts við kröfur mannsins og var tryggingafélagið dæmt til að greiða honum rúmlega 5 milljónir króna auk 4,5% vaxta fyrir tímabilið 16. október 2018 til 2. febrúar 2020. Einnig þarf tryggingafélagið að greiða honum málskostnað upp á 1,2 milljónir króna.

Hér hafa aðeins helstu málsatriði verið rakin en dóminn má lesa hér.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“