fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Innbrotsþjófur handtekinn í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 05:18

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 19 í gær var maður handtekinn grunaður um innbrot og þjófnað í miðborginni. Hann var vistaður í fangageymslu. Í vesturhluta borgarinnar var bifreið ekið á ljósastaur og þurfti að fjarlægja hana með dráttarbifreið. Ökumaðurinn leitaði sjálfur á slysadeild. Kona var handtekin þar sem hún var í annarlegu ástandi og með óspektir á almannafæri. Hún var með hníf og ætluð fíkniefni meðferðis. Hún var vistuð í fangageymslu.

Á Reykjanesbraut varð umferðarslys þegar bifreið var ekið aftan á aðra. Tvennt hlaut minniháttar meiðsl og var flutt á slysadeild.

Reynt var að spenna upp hurð í fjölbýlishúsi og ljós var brotið þar. Einn var kærður fyrir of hraðan akstur en hann ók á 105 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst.

Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni