fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Kári gagnrýnir lækna og móralinn á Landspítalanum – „Hann er í slíku rusli að hann virðist einungis vera að troða marvaða“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. september 2021 19:00

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er erfitt að draga vitrænar ályktanir af því sem gert er á Landspítala þessa dagana. Hann er í slíku rusli að hann virðist einungis vera að troða marvaða við að halda höfði fyrir ofan vatn og gengur það illa. Ég held að það séu meiriháttar mistök að hafa ekki læknaráð innan spítalans. Ég held að það sé mikilvægt að hafa faglegar ráðleggingar og faglegt framlag lækna inni á svona sjúkrahúsi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali við Læknablaðið.

Kári gefur þar lítið fyrir kvartanir lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks um þreytu vegna álags. Hann segir ástæðuna fyrir þessari upplifun vera skipulagsleysi og skortur á góðum  móral. Það sem í því felist sé fyrst og fremst að í dag upplifi fagfólkið á spítalanum ekki lengur að það sé við stjórn, líkt og var þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði af hvað mestum krafti. Þá sé bagalegt að læknar leiði ekki faglega umræðu um heilbrigðismál heldur komi þeir fram sem hagsmunagæslumenn fyrir eigin kjör fyrst og fremst.

„Ég held því fram að Landspítalanum hafi mistekist að viðhalda því andrúmslofti sem þarf að vera. Eftir faraldurinn blasir við að það gengur best þegar heilbrigðisstarfsmenn taka yfir spítalann, eins og til dæmis þegar var sem mest af innlögnum á spítalann af Covid-sjúklingum,“ segir Kári.

Kári hefur litla samúð með þeim starfsmönnum sem kvarta undan þreytu, það eigi að vera gaman í vinnunni og þegar svo er þá verði fólk ekki þreytt:

„Ég á mjög erfitt með að hafa einhverja samúð með þeim sem tala um að þeir séu orðnir þreyttir út af þessum faraldri. Vegna þess að þegar maður vinnur þá vinnu sem maður hefur þjálfað sig í að sinna í áratugi, starf sem maður hefur valið sér, og allt í einu er þörf fyrir það, þá á að vera gaman. Menn eiga ekki að vera þreyttir.“

Hann segir að ekki hafi starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar kvartað undan þreytu:

„Aldrei heyrðist kvörtun frá rannsóknarstofu okkar þegar við vorum að vinna á þrískiptum vöktum sjö daga vikunnar. Menn voru ánægðir. Þeir fengu að taka þátt. Þeir voru hluti af því því sem var að gerast.“ Kári segir ennfremur:

„En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðarfólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því.“

Kári segir að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sé yndislegur maður en það hafi gengið illa að reka spítalann að undanförnu.

Í viðtalinu er ennfremur rætt um baráttuna við kórónuveiruna. Segir Kári að nú sé komið á daginn að bóluefnin verji okkur ekki gegn smiti heldur gegn sjúkdómum. Við munum fá hverja smitbylgjuna af annarri þar til hjarðónæmi hefur verið náð, sem verði þegar um 75-80% af þjóðinni hafi smitast af veirunni. Aðalverkefnið sé að koma í veg fyrir að bylgjurnar verði svo stórar að þær sligi samfélagið. Það sé hins vegar miður hvað Landspítalinn sé illa í stakk búinn til að mæta álaginu.

Sjá viðtal Læknablaðsins við Kára Stefánsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“