fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Segir Sjóvá hafa okrað í áratugi og vill 2,5 milljarða til tryggingataka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. september 2021 10:00

Sjóvá. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að tryggingafélagið Sjóvá hefur tilkynnt um áform þess efnis að greiða hluthöfum 2,5 milljarða króna í tengslum við hlutafjárlækkun félagsins. „Þessi fjárhæð kemur til viðbótar við 2,65 milljarða króna arðgreiðslu ársins. Samtals ætlar Sjóvá því að greiða hluthöfum rúmlega 5 milljarða króna,“ segir í tilkynningu FÍB, sem vill að arðinum verði skilað til tryggingataka.

FÍB segir Sjóvá liggja á gífurlegum fjármunum eftir að hafa okrað á viðskiptavinum sínum í áratugi. Hluthafar Sjóvá hafi ekki aflað þessa arðs sem greiða eigi út. Skorar FÍB á stjórn Sjóvá láta hlutafjárlækkunina ganga til viðskiptavina. Í tilkynningunni segir:

„Líkt og öll hin tryggingafélögin hefur Sjóvá okrað á tryggingatökum áratugum saman. Þannig hefur Sjóvá byggt upp sterka eiginfjárstöðu og um leið lagt „afganginn“ í bótasjóði undir því yfirskini að þurfa að eiga fyrir tjónum. Evrópusambandið breytti þessu fyrirkomulagi fyrir löngu með Solvency 2 reglugerðinni. Samkvæmt henni er eigin fé tryggingafélaganna ætlað að mæta áhættu vegna tryggingastarfseminnar, ekki bótasjóðum (sem eru kallaðir tjónaskuld). Eigið fé Sjóvá er næstum helmgingi hærra en Solvency 2 krefst. Nú ætlar Sjóvá að afhenda hluthöfum hluta af þessum umframsjóði – og sitja áfram sem fastast á bótasjóðum sínum. Það kallar Sjóvá í tilkynningu að „laga fjármagnsskipan félagsins.“ Félagið liggur einfaldlega á meiri peningum en þörf er fyrir vegna þess að það innheimtir óeðlilega há iðgjöld.

Hluthafar Sjóvá hafa ekki aflað þessara fjármuna. Þeir eiga engan rétt á þeim. FÍB skorar á stjórn Sjóvá að leggja til við hluthafafund félagsins að hlutafjárlækkunin gangi til viðskiptavina.“

Hluthafafundur Sjóvá verður haldinn þann 19. október næstkomandi en tilkynningu um hann má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tug milljóna kostnaður vegna skimunar með PCR- og hraðprófum ekki tekinn saman í ráðuneytinu

Tug milljóna kostnaður vegna skimunar með PCR- og hraðprófum ekki tekinn saman í ráðuneytinu
Fréttir
Í gær

Isavia gefur mæla til að fylgjast með loftgæðum í Sandgerði og Garði

Isavia gefur mæla til að fylgjast með loftgæðum í Sandgerði og Garði
Fréttir
Í gær

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað
Fréttir
Í gær

Beraði sig fyrir framan ungmenni í Laugardal

Beraði sig fyrir framan ungmenni í Laugardal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita