fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Morðum fjölgaði um 29% í Bandaríkjunum á milli ára

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. september 2021 16:00

Harold Medina lögreglustjóri í Albuquerque í Nýju Mexíkó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum tölum frá bandarísku alríkislögreglunni FBI þá fjölgaði morðum töluvert í Bandaríkjunum á síðasta ári miðað við árið á undan. Nam aukningin 29% á milli ára. Svo mikið hefur morðum ekki fjölgað á milli ára í Bandaríkjunum í um 60 ár.

Í heildina voru um 21.500 myrtir á síðasta ári eða um 4.900 fleiri en 2019. Washington Post segir að sóttvarnaaðgerðir geti hafa átt þátt í aukningu morða. Afbrotafræðingar og lögreglumenn segja einnig að félagslegar og efnahagslegar aðstæður hafi skipt máli. Einnig kemur aukin sala á skotvopnum við sögu.

Þetta er þó ekki eina skýringin að mati Harold Medina, lögreglustjóri í Albuquerque í Nýju Mexíkó en þar sló fjöldi morða öll met á síðasta ári. Hann segir að auk heimsfaraldurs kórónuveirunnar þá spili eftirköst óeirða vegna kynþáttamála inn í og breytingar á reglum um reynslulausn sakamanna.

Þess utan er það blanda fíkniefna, peninga og vopna sem kemur við sögu eins og hún hefur gert áratugum saman, sérstaklega hvað varðar morð á ungum karlmönnum.

„Margt bendir til að fólk sé undir álagi vegna fátæktar og andlegrar vanlíðunar auk þess að vera háð fíkniefnum og að það leysi mörg deilumál með vopnum,“ hefur New York Times eftir Liz Thompson, sem stýrir morðdeild lögreglunnar í Albuquerque.

Tölurnar frá FBI eru greindar niður í hvernig morðin eru framin og sýna þær að tveir þriðju hlutar morðanna voru framin með skotvopnum.

New York Times segir að þróunin á þessu ári sé sú sama og á síðasta, morðum fari fjölgandi en þó hafi aðeins hægt á þróuninni síðustu vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“