fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Fimm ára hryllingssaga fyrir dóm – „Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. september 2021 21:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag var þingfest mál gegn manni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem ákærður er fyrir margvísleg brot gegn fyrrverandi kærustu sinni á fimm ára tímabili, frá 2014 til 2019.

Fyrir utan ofbeldisbrot og kynferðisbrot er maðurinn sakaður um margskonar ærumeiðingar gegn konunni, en DV hefur ákæruna undir höndum.  Er hann meðal annars sakaður um að hafa sent konunni svohljóðandi tölvupóst:

„Nú skaltu svara áður en ef sendi á B. Einnig: Og ertu enn og aftur búin að bokkera allt. Jæja A mín. Takk fyrir ekkert. Skilaðu skartinu til Aurum. Þú ert krípi ógeð. Og: Myndina mína stóru, hringana 2, Aurum skartið ferðu með niðureftir. Aldrei meiri lygar frá þér. Ef þetta kemur ekki á morgun fer ýmislegt að berast fólki til eyrna. Mun byrja á konu C, með systur þína að hann sé enn að senda henni.“

Ein af mörgum ummælum sem ákært er fyrir fela í sér hótun um að breiða út sögur um kynferðisbrot föður konunnar, að virðist alveg tilhæfulausar, en þau ummæli eru eftirfarandi:

„Pabbi þinn Fer ekki að snerta F eitthvað óviðeigandi er það nokkuð. Því þú mannst ég varð spurður um þetta og þú veist hvernig sögur geta orðið.“

Þá er að finna hótanir um að rægja konuna við vinnuveitanda hennar en maðurinn segist hafa mælt með henni í vinnu.

Þá virðast samkvæmt ákæru engin takmörk fyrir þeim ónefnum sem maðurinn hefur kallað fyrrverandi unnustu sína en um þetta segir í ákærunni:

Fyrir stórfelldar ærumeiðingar, með því að hafa á tímabilinu frá árinu 2015 til ársins 2019, meðan á sambandi þeirra A stóð og eftir að því lauk, ítrekað, uppnefnt eða kallað A hóru, druslu, ódýra lygahóru, viðurstyggð, krípí ógeð, net hóru, athyglis hóru, lyga hóru, feita hóru, lauslátasta ógeð sem hann hafi eytt tíma með, framhjáhalds brunddollu, belju og brundtunnu en með framangreindu móðgaði og smánaði ákærðu A.

Neydd til kynferðismaka með öðrum mönnum

Þá er maðurinn sakaður um að hafa birt kynferðislegar myndir og myndbönd af konunni án hennar samþykkis eða vitundar. Enn fremur er hann sakaður um að hafa neytt hana til kynferðismaka með öðrum mönnum með ýmiskonar hótunum, en þetta er orðað svona í ákærunni:

„Fyrir ítrekuð kynferðisbrot meðan á sambandi þeirra A stóð með því að hafa neytt hana, með ýmiskonar hótunum meðal annars um að birta af henni kynferðislegt myndefni og annars konar ólögmætri nauðung, til samræðis og annarra kynferðismaka með öðrum mönnum eins og rakið er hér að neðan. Ákærði ýmist ljósmyndaði kynmökin eða tók þau upp á myndband og var oft þátttakandi í þeim.“

Er maðurinn sagður hafa neytt konuna til að hafa munnmök við frænda mannsins, sem og við erlendan karlmann í íbúð á Laugavegi.

Missti andann og kastaði upp blóði

Ákæran inniheldur skelfilegar lýsingar á hrottafullu ofbeldi og er ákært fyrir alls tíu atvik sem eiga að hafa átt sér stað frá haustinu 2014 og þar til fram á mitt ár 2018. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa kýlt konuna í magann þannig að hún féll í gólfið, missti andann og kastaði upp blóði, og í kjölfarið dregið hana eftir gólfinu á hárinu.

Einnig er hann sakaður um að hafa sparkað í hana, klæddur skóm, á meðan hún lá í gólfinu eftir að hann hafði slegið hana niður. Hlaut konan mar á gagnauga og víðsvegar um líkamann eftir þá árás.

Ennfremur er hann sakaður um að hafa úðað hreinsilegi í andlit konunnar og augu og dregið hana eftir gólfi með þeim afleiðingum að hún fékk sviða í augun og brunasár á báða handleggi.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan gerir miskabótakröfu á hendur manninum að upphæð þrjár milljónir króna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco