fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Gunnar Smári ekki á þing – Þór Saari ósáttur: „En þannig eru þau bara ógeðsleg“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. september 2021 08:06

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Sósíalistaflokkur Íslands náði ekki kjöri í Alþingiskosningunum sem nú er að ljúka. Enn á eftir að skila lokatölum í nokkrum kjördæmum en flokkurinn er nú með 3,9% fylgi á landsvísu. Sterkasta vígi flokksins var í Reykjavík norður þar sem leiðtogi flokksins, Gunnar Smári Egilsson, var í framboði. Alls hlaut flokkurinn 5,6% fylgi í kjördæminu en það dugði ekki til og vantaði sósíalistaforingjanum rúmlega 700 atkvæði uppá að til að vera kjördæmakjörinn.

Það var þó enginn uppgjafartónn í Gunnari Smára en í viðtali við RÚV í nótt, þegar fyrstu tölur voru komnar og gáfu ekki góð fyrirheit, sagði hann að flokkurinn myndi einfaldlega fara inn næst ef ekki tækist að ná þingsæti í ár.

Sorglegur vilji þjóðar

Á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins má þó lesa að margir Sósíalistar eru í öngum sínum með niðurstöðuna. Íhuga sumir að flýja land og aðrir velta fyrir sér hvort að rétt væri að breyta nafni flokksins útaf fordómum Íslendinga í garð sósíalista. Sama stefna yrði þó við lýði.

„Sorglegur er vilji þjóðar. Eftir þessar kosningar vill ég ekki heyra neitt um fjársvelti neinnar stofnana Íslands, alveg sama hvort það heiti í almannaþágu eða annarra, sorry ég er brjálaður. Landinn á ekkert nema volæði skilið!,“ segir ónefndur sósíalisti og taka margir undir þann vonbrigðatón.

Aðrir reyna þó að horfa jákvætt á stöðu mála og hvetja félaga sína til dáða.

„Kæru félagar, við verðum að passa okkur á að detta ekki yfir í einhvers konar almenna fyrirlitningu á kjósendum. Að vera sósíalisti þýðir að vera mannvinur. Í því felst ákveðinn sjálfsagi, sérstaklega þegar hlutirnir virðast ekki vera að ganga vel. Það er einnig mikilvægt að hafa í huga að okkar barátta er maraþon, ekki spretthlaup,“ segir annar ónefndur sósíalisti.

Ósáttur við mykjudreifarana

Það er þó ljóst hverjum Þór Saari, sem skipaði annað sætið Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, kennir um ófarirnar,  Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. Skömmu fyrir lok kjördag sagði hann flokkinn og fjölmiðilinn hafa á að skipa ógeðslegu og siðlausu fólki sem einskis svífst.

Þór Saari
„Félagi Gunnar Smári hefur heldur betur lent í mykjudreifurum skrímsladeildar Sjálfstæðisflokkins undanfarnar vikur. Sjálfstæðisflokkurinn, já og Mogginn, hafa á að skipa ógeðslegu fólki sem er siðlaust og svífst einskis. Það er virkilega dapurlegt að það skuli vera til venjulegt heilbrigt fólk þarna inni sem á þátt í að útbreiða þennan viðbjóð.
Fyrir ykkur sem ekki þekkja til, þá er hér innlegg frá þeirri sem þekkir hann best. Það má svo sem vera að starfsmenn Moggans og Sjálfstæðisflokksisn ráðist á Öldu Lóu næst, en þannig eru þau bara, ógeðsleg.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“