fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tinna tileinkar Öfgum og Þórhildi Gyðu nýjan lagatexta: „Litlir kallar með lögfræðinga. Litlir kallar með litlar hótanir“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 25. september 2021 14:46

Aktívistinn Tinna Haraldsdóttir. Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þekkja lagið Litlir kassar sem hljómsveitin Þokkabót flutti hér um árið við texta Þórarins Guðmundssonar.

Nú hefur Tinna Haraldsdóttir, femínisti og aktívisti, samið nýjan texta við lagið sem ber yfirskriftina Litlir kallar.

„Ég var að ræða við einhvern um þessa litlu karla, sem líta stórt á sig og gera sig breiða, og þetta kom bara niður í kollinn á mér, fyrstu tvær línurnar. Svo gat ég ekki hætt fyrr en ég kláraði nokkur erindi í viðbót,“ segir hún.

Tinna deildi textanum á Twitter þar sem hann hefur vakið mikla athygli. Hún sagði þar að textinn væri tileinkaður feminíska TikTokhópnum Öfgum og Þórhildi Gyðu Arnardóttur sem greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigurðsson hafi ráðist á hana árið 2017, og hefur nú kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar á Facebook.

Nýi textinn hefst á erindinu:

Litlir kallar með lögfræðinga.

Litlir kallar með litlar hótanir.

Litlir kallar, litlir kallar, litlir kallar.

Allir eins.

 

 

Ninna Karla Katrínardóttir, meðlimur í Öfgum, tók sig síðan til og söng lagið í TikTokmyndbandi.

@ofgarofgarLitlir kallar. Texti eftir @tinnaogfrida takk! ❤ ##íslensktiktok ##íslenskt♬ original sound – Öfgar

Tinna segir það algengan misskilning að hún sé meðlimur Öfga því hún titli sig „Öfgafemínista“ á Twitter en það hafi hún hins vegar gert löngu áður en Öfgar urðu til.

Hún segist í raun ekki mikil textagerðarkona en hafi gaman af því að skrifa sögur og megi því kalla hana skúffuskáld þegar kemur að smásögum. „Það býr bók í tölvunni minni sem bíður eftir að klárast.“

Tinnu finnst mál tengd „litlum körlum“ hafa verið töluvert áberandi að undanförnu.

„Já, ég held að það sé meira áberandi að þeim er svarað hærra og af meiri staðfestu. Við erum hætt að leyfa litlum körlum að vaða yfir okkur, hvar sem þá má finna. En litlir kallar hafa alltaf verið til og með frekju, þeir bara fara í þöggunar- og hótunartilburðina af því að þeir fá ekki lengur frið til að sinna sínum misyndismálum, sérstaklega hvað varðar hverskyns ofbeldi en líka almennt.“

Það sem drífur hana áfram í feminískri baráttu er sú trú að allt fólk eigi skilið jöfn tækifæri, og að komið sé fram við okkur öll af virðingu, án ofbeldis.

„Heimurinn allur, og ekki síst Ísland, á langt í land. Við skreytum okkur gjarnan með því að vera fremst í jafnréttismálum, en veruleikinn er sá að þó að það sé margt betra hér en annarstaðar þá er það ekki gott hér. Á meðan ofbeldi þrífst, á meðan þolendur fá ekki sanngjarna málsmeðferð, á meðan að við sjáum og finnum fyrir ójöfnuði daglega, þá erum við ekki nálægt því að hafa efni á að monta okkur af neinu. Með því að opna umræðuna eins og hefur verið að gerast síðustu ár og síðustu mánuði, tökum við skref fram á við og ég hef trú á að það skili sér,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“