fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fréttir

Indriði yfirgefur VG rétt fyrir kosningar: „Með tillit til þess hef ég gert upp huga minn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. september 2021 17:30

Indriði H. Þorláksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði H. Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, tilkynnir í grein á heimasíðu sinni að hann hyggist breyta til og kjósa nýjan flokk í alþingiskosningunum sem nú standa yfir. Indriði hefur verið traustur liðsmaður Vinstri Grænna í gegnum árin og var meðal annars á framboðslista flokksins í kosningunum árið 2016.

Segir það sitt að þegar Steingrímur J. Sigfússon, nýorðinn fjármálaráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009, þá bað hann Indriða um að aðstoða sig og taka að sér ráðuneytisstjórastöðu fjármálaráðuneytisins tímabundið.

Það vekur því nokkra athygli að Indriði hyggst ekki veita Vinstri Grænum atkvæði sitt í þessum kosningum. Í pistli á heimasíðu sinni rifjar hann upp að hann hafi áður greint frá þeim meginatriðum sem hann vildi sjá í stefnu þeirra flokka sem til álita kæmu, stjórnarskrámálið og auðlindir þjóðarinnar, ábyrg ríkisfjármalastefna og skynsamleg úrvinnsla COVID-19 vandans, viðspyrna við auðsöfnun og auðræði, sanngjarnt og réttlátt skattkerfi og skilvirk skattframkvæmd.

Auk skýrrar stefnu skipti  trúverðugleiki og traust miklu máli. „Með tillit til þess hef ég gert upp huga minn og ákveðið hvar atkvæð mitt lendir,“ skrifar Indriði og lýsir svo yfir stuðningi við Samfylkinguna sem hann telur hafa lagt fram stefnu í þessum málum og öðrum sem best falli að hugmyndum sínum.

„Jafnframt teflir hún fram breiðri forystu fólks sem býr yfir reynslu, þekkingu og kunnáttu og hefur í verkum sínum og málflutningi verið faglegt og málefnalegt. Ég treysti því til að fylgja stefnu sinni eftir og leita samstarfs við aðra þá flokka sem hafa áþekka grundvallarsýn á það sem skiptir máli fyrir það siðaða samfélag sem við viljum flest lifa í. Ég mun því kjósa Samfylkinguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“
Fréttir
Í gær

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð
Fréttir
Í gær

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík
Fréttir
Í gær

Tveggja turna tal: Útvarp Saga og Öfgar í hár saman – „Er þetta fjárkúgun eða hvað?“ 

Tveggja turna tal: Útvarp Saga og Öfgar í hár saman – „Er þetta fjárkúgun eða hvað?“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir foreldrar í losti – „Er fólk æst í að ala upp siðblinda morðingja?“

Íslenskir foreldrar í losti – „Er fólk æst í að ala upp siðblinda morðingja?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örlagarík fasteignaflétta Birgis í Lúxemborg dregur dilk á eftir sér – Gjaldþrota, dæmdur og nú ákærður fyrir fjárdrátt

Örlagarík fasteignaflétta Birgis í Lúxemborg dregur dilk á eftir sér – Gjaldþrota, dæmdur og nú ákærður fyrir fjárdrátt