fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fréttir

Meinað að fara heim til sín eftir hrottalega nauðgun á Suðurnesjum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 20. september 2021 17:31

mynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um að erlendur karlmaður sæti farbanni vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á nauðgun í umdæminu í maí á þessu ári.

Í úrskurðinum kemur fram að umrædd nauðgun hafi verið tilkynnt til lögreglu 13. maí þessa árs. Kvaðst brotaþoli ekki vita hverjir hafi verið að verki, en hún sagðist þá hafa farið með manni sem hún hitti á skemmtistað heim til hans þar sem henni hafi svo verið nauðgað. Segir í úrskurðinum að þegar umræddur karlmaður hafi lokið sér af hafi hann þá kallað á annan mann og sagt honum að brjóta einnig á konunni kynferðislega, sem hann hafi þá gert.

Konan gat bent lögreglu á að hún hafi gengið með öðrum manninum út af skemmtistaðnum og má lesa úr lýsingu í úrskurði Héraðsdóms að lögreglan hafi komist á slóð mannsins með því að skoða myndbandsupptökur og jafnvel kreditkortafærslur af skemmtistaðnum þetta kvöld.

Í húsleit sem framkvæmd var á heimili mannsins fannst ýmislegt sem benti til þess að konan hafi verið þar stödd þetta kvöld auk þess sem ummerki eftir kannabisræktun fundust.

Maðurinn var fyrst handtekinn síðdegis þann 16. maí og sætti gæsluvarðhaldi í þrjá daga en hann hefur síðan þá sætt farbanni. Fyrst til 16. júní, svo til 16. september og nú til 11. nóvember. Hinn maðurinn sem grunaður er um að hafa nauðgað konunni sætir nú einnig farbanni. Mennirnir eru báðir erlendir ríkisborgarar og því talin hætta á að þeir kunni að reyna að koma sér undan saksókn sé ferðafrelsi þeirra ekki takmarkað með farbanni.

Fram kemur einnig að rannsókn lögreglu miðar vel, en beðið er eftir niðurstöðum úr DNA rannsókn á lífsýnum.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu
Fréttir
Í gær

Nítján þolendur hópnauðgana hafa leitað hjálpar það sem af er ári

Nítján þolendur hópnauðgana hafa leitað hjálpar það sem af er ári
Fréttir
Í gær

Ein umfangsmesta kannabisræktun landsins fyrir dóm – Hjón á sextugsaldri og tveir synir þeirra meðal ákærðu

Ein umfangsmesta kannabisræktun landsins fyrir dóm – Hjón á sextugsaldri og tveir synir þeirra meðal ákærðu
Fréttir
Í gær

Eldheit skoðanaskipti um framtíð Bændahallarinnar – „MAKE HOTEL SAGA GREAT AGAIN“

Eldheit skoðanaskipti um framtíð Bændahallarinnar – „MAKE HOTEL SAGA GREAT AGAIN“