fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fréttir

Nýjar myndir sýna ógrynni rotnandi eldislaxa í sjókvíum á Reyðarfirði

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 17. september 2021 12:00

Eldislaxinn er á mismunandi stigum rotnunar innan um fisk ætlaðan til manneldis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund (NASF) á Íslandi, og kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir opnuðu á umræðu um skuggahliðar sjókvíaeldis í byrjun ágúst með ógeðfelldum myndum af illa förnum eldisfiskum á Vestfjörðum. Myndir og umfjöllun leiddi í ljós hve slæmt opið sjókvíaeldi væri fyrir umhverfi, dýravelferð og atvinnulíf í brothættum byggðum. Nýjar myndir sem Veiga Grétarsdóttir hefur tekið á Reyðarfirði sýna í dag enn verri og óverjandi stöðu.

DV greindi frá málinu en í kjölfar myndanna sem hún tók var hún sökuð um brot á sóttvarnarreglum.

Dauður lax flýtur upp á yfirborðið í eldiskví á Reyðarfirði 14. september 2021 Mynd/Aðsend

Eldisfyrirtækin sögðu í ágúst að illa farin lax væri undantekning

Nýja myndefnið var tekið dagana 10. til 15. september og sýnir mikinn fjölda rotnandi laxa fljótandi í sjókvíum innan um lax sem enn er lifandi og mun verða seldur til manneldis.

Í ágúst gerðu eldisfyrirtækin lítið úr myndefninu frá Veigu Grétarsdóttur og sögðu það sýna fáa illa farna fiska sem ekki væri normið í rekstrinum. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar staðhæfði hinsvegar að eitthvað hefði greinilega farið úrskeiðis í viðkomandi laxeldi.

Aðeins rúmum mánuði síðar og um viku eftir að laxeldisfyrirtækin opnuðu fræðslumiðstöðina Lax-inn sem lið í hagsmunagæslu sinni fyrir kosningar, hefur Veiga Grétarsdóttir hinsvegar fangað hina raunverulegu stöðu laxeldis á mynd og hún er skelfileg.

Forsvarsmaður laxeldis tvísaga í fjölmiðlum

„Ég fylgdist með úr fjarska á föstudeginum og sá starfsmenn eldisfyrirtækisins dæla dauðum laxi úr kvínni í einn og hálfan tíma og eins og sést á þessum myndum þá er þetta hinn nöturlegi raunveruleiki. Eftir helgina hafði þetta hinsvegar versnað enn meira. Ég skil ekki að nokkur maður hafi lyst á að leggja sér eldisfisk úr þessum kvíum til munns eða styðja svona framleiðslu. Þegar fiskurinn drepst þarna er búið að reyna ýmislegt en þarna er samt mikið magn af haus- og roðlausum úldnandi fiski og allan tíman safnast upp mengun í firðinum af þessu,“ segir Veiga Grétarsdóttir.

Veiga segir ennfremur að á þriðjudeginum hafi þörungablómi einnig farið vaxandi en ljóst má vera að laxadauðinn mun aukast enn frekar vegna þörunganna. Á sama tíma hafi forsvarsmaður Laxa fiskeldis, Jens Garðar Helgason, verið tvísaga í fjölmiðlum. 15. september hafi hann sagt að ekki hafi orðið vart við neinn fiskidauða í viðtali við Austurfrétt en í gær í fréttatíma RÚV hafi hann sagt marglyttur valda skaða á eldisfiski um leið og hann sagði áskoranir líka fylgja landeldi.

Rotnandi eldisfisk mátti sjá í öllu sjókvíunum á Reyðarfirði

Skora á neytendur að sniðganga eldislax úr sjókvíaeldi

„Við getum ekki látið þetta viðgangast lengur. Þetta er bara viðbjóður og frambjóðendur til Alþingis skulda okkur skýringar á því hvort þeir ætli að taka ábyrga afstöðu og færa laxeldi upp á land, eða láta dýraníð og umhverfisspjöll verða normið eins og við sjáum þarna. Ég trúi ekki öðru en að neytendur segi stopp núna og krefjist þess að eldisfiskur til neyslu verði merktur svo hægt sé að sniðganga lax úr eldi í opnum sjókvíum. Það drepast um átta þúsund fiskar á dag í sjókvíaeldi við þessar aðstæður,“ segir Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna á Íslandi.

Ímynd Íslands sem framleiðanda hreinna afurða í hættu

Skoski umhverfisverndarsinnin Don Staniford hjá Scottish Salmon Watch segir myndefnið sýna sömu slæmu stöðuna og í Skotlandi. „Þetta er hrikalegt að sjá. Sú ímynd að Ísland sé fyrirmyndarland hreinnar náttúru og upprunaland hreinna afurða er mjög sterk í Bretlandi. En þetta er alveg jafn slæmt og það versta sem við sjáum í skosku laxeldi og þetta verður að stoppa með öllum ráðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar

Fjöldi fólks varð strandaglópar í Búdapest þegar flug Wizz air féll niður – Maður í hjólastól lofar viðbrögð Íslensku Klíníkurinnar
Fréttir
Í gær

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið

Strandamenn óhamingjusamastir en Skagfirðingar ánægðastir með lífið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar

Datt illa í vinnunni og slasaðist – Var handtekinn í kjölfarið þegar upp komst að hvorki dvalar- né atvinnuleyfi var til staðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það

Umboðsmaður Alþingis skipar lögreglu að afhenda Tómasi sjálfsvígsbréf sonar hans – Neita að afhenda það
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“

Tæknibilun í vírusvarnarhugbúnaði virðist hafa valdið ringulreið á heimsvísu – „Jæja, þá kemst maður kannski ekki heim“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð

Einn lítillega slasaður eftir sprengingu í Leifsstöð