fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ellefu mál sem varða kynferðislega áreitni eða ofbeldi á borði Landsvirkjunar seinustu fjögur ár

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 17. september 2021 10:30

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu tilvik um kynferðislega áreitni eða ofbeldi hafa komið upp hjá Landsvirkjun á seinustu fjórum árum. Kjarninn greinir frá þessu.

Landsvirkjun er með skilgreinda viðbragðsáætlun sem fer af stað þegar svona mál koma upp en hún er hluti af stjórnunarkerfi fyrirtækisins. Fram kemur hjá Kjarnanum að samkvæmt starfsmannakönnunum þekki starfsfólk vel til áætlunarinnar.

Fyrirtækið hefur þurft að nýta sér þetta verklag ellefu sinnum á seinustu fjórum árum en þremur málum lauk með starfslokum, tveimur með sátt, tveimur með munnlegri áminningu, tveimur með skriflegri áminningu og tvö mál sem voru leyst með öðrum hætti.

„Stöðugt er unnið að fræðslu og forvörnum innan fyrirtækisins varðandi þennan málaflokk, m.a. með vinnu á áhættumati, reglulegri fræðslu um málaflokkinn og öruggri óháðri veitu/leið fyrir starfsfólk að leita til ef upp koma mál,“ segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn Kjarnans.

Tveimur málum lauk með sátt, tveimur með munnlegri áminningu, tveimur með skriflegri áminningu, þremur málum lauk með starfslokum og tvö mál sem sneru að ytri aðilum voru leyst með öðrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“