fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Íslenskum börnum haldið í Póllandi – Skorar á Áslaugu að stíga inn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. september 2021 17:00

Samsett mynd. Áslaug Arna og Aziz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er leiðinlegt fyrir íslenska ríkisborgara að vita til þess að stjórnvöld standi ekki við bakið á þeim ef þau lenda í einhverju jafn hræðilegu og þessu,“ segir Fróði Steingrímsson, lögmaður Aziz Mihoubi, sem ekki hefur fengið að sjá börnin sín í hátt í þrjú ár, eftir að barnsmóðirin fór með þau í heimildarleysi til Póllands. Aziz er frá Alsír en er íslenskur ríkisborgari og hefur búið á Íslandi í hátt í þrjá áratugi. Hann gerði garðinn frægan sem handboltamaður í Val og landsliði Alsír hér áður fyrr.

Aziz er enn lagalega giftur pólskri konu sem hann kynntist á Íslandi og bjuggu þau saman í 12 ár. Þau eignuðust tvö börn sem í dag eru undir tíu ára aldri og eru fædd og uppalin á Íslandi og íslenskir ríkisborgarar. Móðirin fór með börnin í heimildarleysi til Póllands árið 2019 og býr með þau þar. Hefur Aziz ekki fengið að sjá börnin síðan.

Þann 8. desember úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Varsjá að konan skyldi fara með börnin aftur til Íslands. Hún hefur ekki hlýtt þeim úrskurði og málið stendur fast því atbeina lögmanna í Póllandi þarf til að úrskurðum af þessu tagi sé framfylgt.

Sjá einnig: Handboltagarpur úr Val hefur ekki séð börnin sín í tvö ár – Móðirin stakk af með þau til Póllands

Móðirin ákærð

Gefin var út ákæra á hendur móðurinni hér á landi í júlí síðastliðnum og málið hefur verið þingfest. Um lokað þinghald verður að ræða þar sem málið snertir börn en aðalmeðferð hefur ekki farið fram. Að sögn Fróða hefur ekki verið gefin út handtökuskipun á hendur móðurinni en hann getur ekki tjáð sig frekar um þetta dómsmál enda bundinn trúnaði þar sem um lokað þinghald er að ræða.

„Það er núna málarekstur í Póllandi til að reyna að fá úrskurðinum frá því í desember framfylgt, sem kvað á um að börnin ættu að fara heim. Pólska réttarkerfið er þannig að þegar það dugar ekki til þá þarf líka að fá dóminn til að skipa tilsjónarmann yfir börnunum til að taka þau og senda þau heim. Það reynist þrautin þyngri vegna þess að kerfið er ekkert að vinna með foreldrinu sem er án barnanna. Hægt er að senda beiðni um þetta á viðkomandi dómstóla en síðan er hægt að fara krókaleiðir til að tefja það ferli, það er vel þekkt, og fólk hefur gert það til að halda börnum í Póllandi.“

„Við erum að tala um að fá tvö íslensk börn heim til sín“

„Hingað til höfum við fengið þau svör frá dómsmálaráðuneytinu að það sé undir pólskum stjórnvöldum komið hvernig málin fara og íslenska ríkið eigi enga aðkomu að málinu fyrir dómi í Póllandi. Hins vegar ná gjafsóknarákvæði á Íslandi ekki til málareksturs í öðrum löndum, þannig að hefðbundin úrræði eru ekki fyrir hendi,“ segir Fróði ennfremur og segir að það sé dýrt fyrir einstakling á Íslandi að standa í málarekstri í Póllandi.

„Þetta kostar peninga sem minn umbjóðandi á ekki mikið af því hann hefur verið óvinnufær vegna veikinda.“

Hann segir að dómsmálaráðherra hafi heimild til að veita peningum til brýnna málefna sem falli utan rammans. Reynt hefur verið að koma beiðnum um slíkt til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í gegnum embættismenn í dómsmálaráðuneytinu.

„Ráðherra sem fer með málaflokkinn gæti stigið fram fyrir skjöldu og hjálpað til. Ráðherra sjálfur þarf þá að grípa inn í, embættismenn geta ekki gert það,“ segir Fróði, og enn fremur:

„Þetta snýst um að börn eru tekin úr sínu umhverfi frá foreldri og bara haldið úti, ef fólk getur sett sig í spor barnanna eða foreldrisins sem situr hér heima þá held ég að flestir séu sammála um að svona eiga hlutirnir ekki að vera. Fólk á ekki að vera eitt á báti sem lendir í því að börn þess séu bara tekin. Það er bara staðan sem umbjóðandi  minn finnur sig í, að íslensk stjórnvöld séu ekki að gera neitt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Í gær

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“