fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fréttir

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. september 2021 10:00

Maðurinn virðist ekki hafa verið allur sem hann var séður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona freistar nú þess að ná í gegn lögskilnaði við sómalskan hælisleitanda sem virðist ekki hafa verið allur sem hann var séður. Þetta kemur fram í stefnu um leyfi til lögsskilnaðar  í Lögbirtingablaðinu en þar kemur fram að konan viti ekki hvort að maðurinn eigi fjögur eða fimm börn í heimalandinu sínu né er útilokað að hann sé barnlaus. Þá viti hún ekki hvort að maðurinn sé ekkill, fráskilinn eða jafnvel enn giftur ytra. Ekkert hefur til mannsins spurst um langt skeið.

Í auglýsingunni kemur fram að Sómalinn hafi komið til Íslands í lok árs 2015, sótt um alþjóðlega vernd en fengið synjun. Þá hafi hann verið sendur til Ítalíu í júlí 2017 þar sem hann naut viðbótaverndar.

Á meðan dvöl hans stóð kynntist hann íslenskri konu og fræjum ástarinnar var sáð. Alls átti parið í ástarsambandi í um 18 mánuði allt þar til að þau gengu í það heilaga í ágúst 2018. Nokkrum dögum síðar sótti brúðguminn um dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins og skilaði inn umsókn og nauðsynlegum gögnum.

Óvissa um fjölda barna

Við skoðun hinna nýju gagna kom í ljós misræmi við frásögn brúðgumans frá því að hann sótti um hæli árið 2015. Þá hafði hann greint frá því að eiginkona hans væri látinn og að hann væri faðir fjögurra barna, tvö lífræðilega með eiginkonu sinni heitinni og síðan tvö börn hennar sem hann hafði ættleitt. Þremur árum seinna sagði brúðguminn að hann væri faðir fimm barna og því hafði eitt skyndilega bæst við.

Við nánari eftirgrennslan lögreglu á gögnum sem lögð voru fram kom í ljós að sum þeirra voru að öllum líkindum fölsuð, sum ómarktæmt og öll voru þau að minnsta kosti vafasöm. Þá lagði maðurinn fram skilnaðarvottorð frá Sómalíu sem að gekk illa upp miðað við þá staðhæfingu að maðurinn væri ekkill.

Á meðan umsóknin var í vinnslu yfirvalda fór að bera á brestum í sambandi hjónanna. Sómalski eiginmaðurinn varð uppvís að framhjáhaldi auk þess sem hann var virkur notandi stefnumótasíðna. Í lok árs 2019 lauk sambandinu þegar konan flutti út og hefur hún lítið heyrt í eiginmanni sínum síðan. Hann hafi látið sig hverfa um leið og hann hafði engan not af hjúskapnum eins og kemur fram í stefnunni.

Grunar að hann sé í heimalandinu

Hún óskaði svo eftir skilnaði frá borð og sæng hjá sýslumanni um mitt ár 2020 en þar sem eiginmaðurinn á hvorki lögheimili hér á landi né þekktan dvalarstað gat sýslumaður lítið aðhafst. Því varð að höfða mál til að krefjast leyfis til lögskilnaðar og auglýsa málshöfðunina í Lögbirtingablaðinu.

Í auglýsingunni kemur fram að konan hefur engan vitneskju um dvalarstað eiginmannsins en hana gruni að hann sé kominn aftur til heimalandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB