fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Deilt um fágæt mótorhjól í skilnaðardrama á Akureyri – Konan vildi skilnað nokkrum dögum eftir kaupmálann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 20:15

Samsetning: Héraðsdómur NE og Honda CB750 Sandcast

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurður var kveðinn upp í máli við Héraðsdóm Norðurlands eystra í gær þar sem fráskilinn eiginmaður krafðist þess að kaupmáli sem hann og fyrrverandi eiginkona hans höfðu gert með sér yrði ógiltur. Konan hafnaði þessu og gerði ennfremur í málinu kröfu um að sjö ökutæki sem maðurinn keypti í sambúð þeirra yrðu felld undir fjárskipti búsins. Sex af þeim ökutækjum eru fágæt Honda mótorhjól, árgerðir frá 1967 til 1979, þar á meðal Honda CB750 Sandcast, árg. 1969.

Parið kynntist árið 2005 og þá um vorið seldi konan íbúð sem hún átti og keypti í staðinn einbýlishús á Akureyri. Hún keypti líka ein fyrirtæki nokkurt. Parið gekk í hjónaband sumarið 2009. Í dómnum segir að það liggi fyrir að við upphaf hjúskaparins hafi konan átt húsið með tiltölulega litlum áhvílandi lánum og fyrirtækið hafi hún átt ein. Maðurinn hafi á hinn bóginn verið eignalaus og skuldugur.

Í janúar árið 2019 undirrituðu hjónin kaupmála þar sem meðal annars kom fram að húsið yrði séreign konunnar. Fjórum dögum eftir undirritun kaupmálans sleit konan samvistum við manninn og rak hann að heiman. Greinir þau á um ástæður fyrir þessu. Konan segist hafa gert þetta í kjölfar samtals á milli þeirra sem átti sér stað eftir að kaupmálinn hafði verið gerður. Ástæðurnar að baki þessu hafi verið þær að maðurinn hefði ekki stutt við bakið á henni í veikindum hennar og ítrekað brotið gegn henni í hjónabandinu. Er óumdeilt að maðurinn keypti sér aðgang að stefnumótasíðu án vitneskju konunnar.

Við opinber skipti á búi hjónanna haustið 2020 var tekist á um skipti á sumarbústað, sumarhúsalóð, fasteign á Spáni og 27 véknúin ökutæki ásamt verkfærum, tækjum, varahlutum og innbúi, að ógleymdu einbýlishúsinu en maðurinn krafðist þess að það kæmi til skipta en yrði ekki séreign konunnar. Tókst ekki að sætta aðila á skiptafundi og maðurinn höfðaði mál fyrir héraðsdómi til ógildingar kaupmálanum.

Fjárskiptasamningur en ekki kaupmáli

Maðurinn krafðist þess að litið yrði á kaupmálann ekki sem slíkan heldur sem fjárskiptasamning. Þar sem konan hefði verið búin að ákveða að skilja við hann þegar kaupmálinn var gerður væri kaupmálinn sem slíkur ógildur á grundvelli 2. málsgr. 95. gr. hjúskaparlaga, en þar segir:

„Nú hafa hjón vegna væntanlegs skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar gert samning um fjárskipti sín og er þá unnt að fella hann úr gildi að nokkru eða öllu með dómi ef hann var bersýnilega ósanngjarn á þeim tíma er til hans var stofnað. Dómsmál skal höfða innan árs frá fullnaðardómi til skilnaðar eða frá útgáfu leyfisbréfs til skilnaðar. Tímafrestir þessir eiga þó ekki við ef freistað er að hnekkja samningi með stoð í reglum um fjármunaréttarsamninga.“

Flestum kröfum mannsins hafnað

Maðurinn gerði ógildingarkröfuna einnig á grunni þess að ekki hefðu verið viðstaddir vottar að undirskrift hjónanna.

Í stuttu máli hafnaði héraðsdómur flestum kröfum mannsins. Var kaupmálinn talinn hafa verið löglega gerður og kröfur um að hann sé skilgreindur sem fjárskiptasamningur haldlausar. Hins vegar féllst dómurinn á að einhver af mótorhjólunum sem deilt var um væru eign mannsins enda hefði hann keypt þau með eigin fjármunum.

Málskostnaður var felldur niður.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“