fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Mótmæli gegn bólusetningu barna auglýst á heilsíðu í Mogganum – „Aukaverkanir vegna þeirra eru fleiri og alvarlegri en okkur var sagt í upphafi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 11:03

Skjáskot af heilsíðuauglýsingunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað hefur verið til mótmæla í hádeginu í dag fyrir utan heilbrigðisráðuneytinu Skógarhlíð 6, en þar er fyrirhugað að mótmæla bólusetningu barna.

Til að kynna mótmælin hefur nú í tvígang birst heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu til að vekja athygli á málstaðnum. Þar kemur fram að skipuleggjendur viðburðarins eru: Hrólfur Hreiðarsson, Martha Ernstdóttir, Kristín Johansen, Þórdís B. Sigurþórsdóttir og Þröstur Jónsson.

Í auglýsingunni segir:

„Covid-19 bóluefnin eru á rannsóknarstigi til ársins 2023. Aukaverkanir vegna þeirra eru fleiri og alvarlegri en okkur var sagt í upphafi.

24 tilkynningar um aukaverkanir hafa borist Lyfjastofnun í hópnum 12-17 ára, þar af fimm alvarlegar. Tvö börn hafa þurft sjúkrahúsinnlögn og tilfelli hjá þremur börnum voru metin klínískt mikilvæg. Aðeins hluti hópsins 12-15 ára hefur þegar verið bólusettur

Til samanburðar hefur ekkert barn eða ungmenni þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 hér á landi“

Að lokum er í auglýsingunni spurt: Er áhættan meiri en ávinningurinn?

Skipuleggjendur sem hafa áður vakið athygli

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auglýsing birtist í Morgunblaðinu þar sem talað er gegn bóluefni. Einn skipuleggjenda mótmælanna, Vilborg Björk Hjaltested, kostaði auglýsingar í maí þar sem fólk var hvatt til að tilkynna um aukaverkanir vegna bólusetninga en í kjölfarið gagnrýndi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, auglýsinguna og sagði upplýsingar um aukaverkanir sem þar fram komu bæði óstaðfestar og í einhverjum tilvikum kolrangar.

Vilborg stígur fram úr skugganum:Kemur fram undir fullu nafni – Auðkonan gagnrýnir bólusetningar og vill að Þórólfur svari sér

Annar skipuleggjenda mótmælanna, Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, hefur einnig tlað mikið gegn sóttvarnaraðgerðum en hún vakti athygli á síðasta ári eftir að hún sakaði lögregluna um gluggagægjur, en lögregla þvertók fyrir þær ásakanir. Um var að ræða samkvæmti barns Þórdísar þar sem grunur lék á að fjöldi gesta hafi farið umfram fjöldatakmarkanir sóttvarnaaðgerða.

Lögreglan vísar fréttum af „gluggagæji“ á bug – Húsráðandinn hreytti fúkyrðum í lögreglu

Kristín Johansen er einnig meðal skipuleggjenda samkvæmt auglýsingunni en hún  gagnrýndi í júní meintað bólusetningáróður sem nemendum Flataskóla var sýndur.  Benti hún í kjölfarið á að það væri foreldra að ákveða hvort börn væru bólusett og óforsvaranlegt að sýna börnum „hræðsluáróður“ í skólum.

Móðir ósátt með bólusetningaáróður í Flataskóla – „Það eru vax­andi áhyggj­ur um til­gang og gagn­semi bólu­setn­inga“

Samkvæmt viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook hafa 170 boðað komu sína á mótmælin og að auki hafa 262 lýst yfir áhuga.  Þar hafa skipuleggjendur einnig óskað eftir framlögum til að kosta birtingu auglýsinga í Morgunblaðinu sem og lesna auglýsingu hjá Ríkisútvarpinu.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Í gær

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni