fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gífurleg óvissa í samfélaginu – Hér er allt það helsta frá Covid-upplýsingafundinum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 11:03

Frá eldri upplýsingafundi Mynd: Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00. Á fundinum fara Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Einnig er Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á fundinum og fer hann yfir stöðuna á Landspítalanum vegna COVID-19.

Mikil óvissa er nú í samfélaginu vegna stöðunnar í faraldrinum. Gífurlegur fjöldi Covid-smita hefur greinst undanfarið en ekki hafa komið upp mörg tilfelli um alvarleg tilfelli.

Fréttin er marguppfærð hér að neðan

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að staðan þyngist og við færumst nær þolmörkum kerfa. Ekki dugi að horfa í prósentutölur þegar líf og heilsa fólks sé í húfi.

Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, tekur við og greinir frá því að bólusetningar 12-15 ára barna séu í undirbúningi. Kamilla segir ekki þörf á örvunarbólusetningu fyrir þá sem hafa fengið Jansen og smitast af Covid.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að 18 séu inniliggjandi með Covid-19. Enginn sé í öndunarvél. Páll segir að Landspítalinn sé nálægt neyðarástandi og erfiðlega gangi að manna vaktir. Hann fer yfir ástæður þess að vandi skapast þegar um 20 leggist inn á bráðadeildir þar sem sjúkrarúm séu 600. Segir hann að lítið borð sé fyrir báru og nýting sé vanalega um 95% á þessum rýmum. Þá er mönnunarvandinn mjög mikill. „Það er sumartími og við erum með örþreytt starfsfólk, við höfum hvatt það til að fara í frí. Þá byggir Páll matið á spálíkani þar sem kemur fram að faraldurinn hefur ekki náð hámarki og engar hömlur séu í samfélaginu. Biðlað er til starfsfólks um að koma úr sumarfríi til vinnu.

Páll Matthíasson segir að toga þurfi niður kúrvuna. Við þurfum líka að efla heilbrigðiskerfið til framtíðar. Landspítali megi ekki vera einni farsótt eða einu rútuslysi frá því að fara á hliðina.

Óbólusettir líklegri til að veikjast alvarlega

Í fyrirspurnartíma segir Páll að hlutfall þeirra sem hafa lagst inn á sjúkrahús í þessari bylgju og eru óbólusettir sé um 50%. Eins og allir vita er mikill meirihluti þjóðarinnar fullbólusettur og sýnir þetta að meiri hætta er fyrir óbólusetta að veikjast alvarlega af Covid-19.

Víðir greinir frá því að í kringum alla einstaklinga sem smitast séu margir aðrir sem smitast af þeim. Í þessari bylgju séu mörg hópsmit en ekki stök smit.

Víðir segir enn fremur að miðað við smittölur og rakningu sjáist enginn árangur af þeim sóttvarnatakmörkunum sem gripið var til síðast og gilda til 13. ágúst.

Kamilla segir aðspurð að við vitum að það virkar að skima bólusetta á landamærunum. Víðir tekur undir það. Fyrsta vörn okkar eru landamærin og ljóst er að þau telja að skima eigi alla á landamærum.

Páll segir þungbært að boða fólk úr fríi en hann kom sjálfur úr sínu fríi til að skapa fordæmi. Páll segir að ekkert lát sé á álaginu en fólk þurfi að hvílast til að forðast kulnun og vanlíðan í starfi.

Kamilla segir að faraldurinn heldur áfram að ganga yfir án takmarkana muni kerfin okkar sem notuð eru til að hafa hemil á faraldrinum ekki virka. Rakning verði ómöguleg og þar með haldi smitum áfram að fjölga.

Páll segir að kostirnir séu tveir: Að beita hörðum aðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Við þurfum að ná tökum á þessari bylgju núna og við þurfum að gera það hratt, segir hann.

Víðir segir aðgerðir á landamærum hafi sýnt góða vörn innanlands áður. Það sé meðal þeirra leiða sem eru til skoðunar til þess að halda faraldrinum í skefjum. Vinna sem markar langtímastefnu hafi staðið yfir og fari að skila sér. Víðir segir að það sé ekki í boði í krísum að taka ekki ákvörðun. Fljótlega verði að taka ákvarðanir.

„Við verðum að standa saman, samstaðan er eina leiðin í þessu,“ segir Víðir með þungri áherslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás