fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Þung staða á bráðamóttöku og biðin löng – Forstjóri spítalans biðlar til starfsfólks að stytta sumarfrí

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið álag er á Landspítalanum núna og þá einkum á bráðamóttökunni í Fossvogi. Því má gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu í þeim tilvikum þar sem um væg slys eða veikindi er að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum

Sjúklingum á bráðamóttöku er nú forgangsraðað eftir bráðleika og ef hægt er þá er vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina utan opnunartíma heilsugæslu.

Í tilkynningu segir jafnframt:

 „Á tímum heimsfaraldurs COVID-19 er sérstaklega mikilvægt er að almenningur taki tillit til ofangreindra aðstæðna á bráðamóttöku, ef mögulegt er“

Forstóri Landspítalans biðlar nú til starfsfólks í sumarorlofi að huga þegar í stað að því að stytta orlof ef kostur er á.

„Fjórða bylgja faraldurs COVID-19 er í mikilli uppsveiflu í samfélaginu og enn virðist hátindinum ekki náð. Þetta á sér stað á sama tíma og sumarleyfi starfsfólks Landspítala standa yfir. Andspænis þessari ógn þarf nú víðtækt viðbragð á Landspítala þar sem spítalinn starfar á hættustigi og mönnun mjög víða er tæp. Af því tilefni hefur forstjóri Landspítala meðal annars biðlað til starfsfólks í sumarorlofi um að huga þegar í stað að því að stytta orlof, ef nokkur kostur er.

Landspítali hefur nú starfað í eitt og hálft ár á ýmsum óvissu- og hættustigum og þurft að krefjast mikils framlags af starfsfólki, sem hefur á löngum köflum starfað undir gríðarlegu álagi við erfiðar og fordæmalausar aðstæður.

Til marks um ástandið hefur fólki í eftirliti á COVID-göngudeildinni fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og sömuleiðis inniliggjandi sjúklingum á spítalanum. Á sama tíma er fjöldi starfsfólks í einangrun og sóttkví, sem auðveldar ekki mönnun.“

Í tilkynningu er bent á eftirfarandi úrræði fyrir þá sem vilja sleppa við langa bið á bráðamóttökunni:

„KVÖLD- OG HELGARVAKT LÆKNAVAKTAR

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17-23:30 og um helgar frá kl. 9-23:30.

http://laeknavaktin.is/

SÍMAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Vert er að minna á að hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna þar faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Sérfræðingar hjá 1770 meta þörf fyrir þjónustu og koma hlutum í farveg.

19 HEILSUGÆSLUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Hentugan lista yfir fimmtán heilsugæslustöðvar er að finna hérna:

https://www.heilsugaeslan.is/heilsugaeslustodvar/

Einkareknar heilsugæslustöðvar eru að auki starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins og þær eru hérna:

Heilsugæslan Höfða

https://hgh.is/

Heilsugæslan Lágmúla

https://1819.is/heilsugaeslanlagmula

Heilsugæslan Salahverfi

https://www.salus.is/

Heilsugæslan Urðarhvarfi

https://heilsugaesla.hv.is/

ÞJÓNUSTUVEFSJÁ Á HEILSUVERU

Á Heilsuveru er þjónustuvefsjá þar sem einfalt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er einnig að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.

https://www.heilsuvera.is/

BRÁÐADEILD LANDSPÍTALA

Vefsvæði bráðadeildar Landspítala er hérna:

https://www.landspitali.is/sjuklingaradstandendur/deildir-og-thjonusta/bradadeildg2/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“