fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Núna er boltinn hjá stjórnvöldum – Hvað átti Þórólfur við?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Covid-upplýsingafundi gærdagsins mátti skilja á Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að hann myndi ekki skila inn formlegu minnisblaði um tillögur að sóttvarnatakmörkunum en boltinn væri hjá stjórnvöldum. Sagði Þórólfur að tillögur hans til ríkisstjórnar yrðu líklega á öðru formi en minnisblaði.

DV óskaði eftir viðtali við Þórólfs vegna málsins í dag en vegna anna getur hann ekki svarað fjölmiðlum í dag. Almannavarnir vísa hins vegar á lengri útgáfu viðtals við Þórólf sem birtist á vef RÚV í gærkvöld, en styttri útgáfa var birt í fréttatímanum.

Þar kemur fram að Þórólfur ætli að kynna stjórnvöldum nokkrar mismunandi leiðir sem hægt er að fara en ekki leggja til ákveðna leið. Það sé síðan stjórnvalda að meta hvaða leið sé best að fara. Í viðtalinu segir Þórólfur:

„Núna í ljósi stöðunnar þarf að taka tillit til fleiri atriða, til að mynda áfallaþols landspítala, útbreiðslu bólusetningu og annarra þátta í samfélaginu. Þá finnst mér rétt að ég bendi stjórnvöldum á þær leiðir sem við höfum farið fram að þessu og hvernig þær hafa gengið. Valið standi þá á milli þessara leiða sem við höfum notað. Það er allt og sumt.“

Allt bendir til þess að mjög lágt hlutfall Covid-smitaðra veikist alvarlega þrátt fyrir mjög óbreidd smit af delta-afbrigðinu. Því sé möguleiki á því að faraldurinn sé ekki eins alvarlegur og hann var fyrir bólusetningar, þrátt fyrir að smit séu mjög útbreidd. Hins vegar getur mjög mikil útbreiðsla endað með fleiri alvarlega veikum en heilbrigðiskerfið þolir:

„Faraldurinn er kannski ekki eins alvarlegur og áður, við erum ekki að sjá eins alvarlegar afleiðingar og eins alvarleg veikindi hjá þeim sem eru bólusettir. Þess vegna hefur bólusetningin komið okkur til góða. Ég er smeykur við það ef við fáum mjög mikla útbreiðslu, það gæti endað með miklum fjölda veikra og það er það sem ég hef bent stjórnvöldum á að hugsa um.“

Þórólfur sagði á upplýsingafundinum í gær að stjórnvöld yrðu að meta hvort þau vildu grípa til harðra aðgerða til að kveða niður þá bylgju sem nú er í gangi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu