fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Íslenskir djammarar trufluðu CNN í beinni útsendingu – „Give me a break“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 11:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástandið í Covid-19 faraldrinum hér á landi vakti athygli fjölmiðlamannsins Anderson Cooper og kollega hans á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN. Í nótt birti Twitter-síða þáttarins Anderson Cooper 360° brot úr þættinum þar sem fjallað var um Ísland og baráttuna hér við kórónuveiruna.

„Meira en milljón ný smit á dag í Bandaríkjunum í liðinni viku, meira en í nokkru öðru landi og meira en 1.000 manns hafa látið lífið á hverjum degi,“ segir Cooper í upphafi myndbandsins en bendir svo á jákvæðan punkt, bólusetningar hafa gengið örlítið betur í Bandaríkjunum.

„Þetta þarf ekki að vera svona“

Til að sýna að bólusetningar virki og dragi úr smitum ákvað Cooper og hans teymi að benda á Ísland. „Þetta þarf ekki að vera svona, ef fleiri myndu láta bólusetja sig þá væru þessar tölur miklu miklu lægri. Ef þú vilt vita hvernig það myndi líta út þarftu ekki að leita lengra en til Íslands,“ segir Cooper en fréttamaðurinn Gary Tuckman gerði sér ferð hingað til lands til að kanna ástandið.

Gary ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og spurði hann hvers vegna ástandið væri svona gott hér á landi. Þá ræddi hann einnig við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, og Má Kristjánsson, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Þeir höfðu öllu sömu söguna að segja, góður árangur í bólusetningum er ástæðan fyrir lægri tíðni dauðsfalla hér á landi. Það vakti sérstaklega athygli CNN að enginn hefur látið lífið á Íslandi vegna veirunnar síðan í maí.

„Give me a break“

Eftir að hafa rætt við Þórólf, Pál og Má, ákvað Gary að taka stöðuna á íslenskum almenningi. Hann spurði tvær stelpur sem sátu saman á Sólon hvort þær væru bólusettar. Þær svöruðu játandi og sögðu að þær þekktu engan sem er ekki bólusettur. Það kom CNN-liðinu á óvart því það er ekki erfitt að finna einstaklinga úti á götu í Bandaríkjunum sem ekki eru bólusettir.

Að lokum var heyrt í Gary í beinni útsendingu. Gary stóð á Ingólfstorgi og sjá mátti íslenska djammara í bakgrunninum að bíða eftir leigubílum. Þegar Gary hafði rætt við Cooper í stutta stund ákváðu nokkrir hressir íslenskir djammarar að ganga fyrir framan myndavélina. Einn þeirra ákvað að stoppa fyrir framan myndavélina og gretta sig.

Þetta vakti ekki mikla ánægju hjá Gary. „Give me a break,“ sagði hann við djammarana og bað þá svo um að sýna virðingu. „Be respectful.“

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan en íslensku djammararnir eru í lok þess:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu