fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fréttir

Þetta eru pöddur sem vekja óhug og forvitni Íslendinga – aðeins ein getur meitt þig

Fókus
Mánudaginn 2. ágúst 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru ekkert sérlega vanir miklu nábýli við skordýr og önnur sambærileg kvikindi. Margir eru þó afar áhugasamir um þessi litlu nágranna okkar á meðan aðrir verða vitstola af hræðslu þegar þeir verða varir við einhver kvikindi nálægt sér. Nánast allir eru meðvitaðir um að ekkert skordýr á Íslandi getur gert manneskjum mein en óttin við bit eða stungu er engu að síður mikil.

Því kemur það kannski ekki á óvart að Facebook-hópurinn „Skordýra og nytjadýr á Íslandi“ njóti talsverða vinsælda og nú yfir sumartímann er síðan sérstaklega virk. Algengast er að meðlimir deili þangað inn myndum af torkennilegum kvikindum sem fólk er að rekast á um land allt og síðan keppast sérfræðingar, oftast nær sjálflærðir, við að greina tegundirnar og veita upplýsingar.

Hér eru dæmi um skordýr sem að meðlimir hópsins hafa rekist á.

Kampaskotta

Þessi ófrýnilegi humar á þurru landi kallast kampaskotta og er meistari í að fela sig, sem mögulega skýrir að margir hafi ekki séð dýrið hérlendis þrátt fyrir að það finnist um land allt.   Helst er hægt að finna kampaskottur á sjávarklöppum og í fjörukömbum ofan við sjávarmörk. Þar leynist hún í sprungum og holum og er talin lifa á þörungum, fléttum og mosum sem þar vaxa samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Kampaskottan getur lifað í allt að þrjú ár og samkvæmt spekingunum á skordýrasíðunni getur dýrið orðið allt að 20 sentímetrar að lengd.

Hin klóka randasveifa

Þökk sé býflugum og sérstaklega geitungum þá verða margir stressaðir þegar þeir sjá skordýr sem eru gul og svört á lit. Hin klóka randasveifa nýtir sér það til fulls og greinilegt er á fjölda innleggja í Facebook-hópinn góða að margir eru ekki alveg vissir um hvort að flugan geti stungið. Ekkert er þó að óttast því að flugan er sauðmeinlaus.

Algengur óhugnaður

Ef gular og svartar flugur eru ógnvekjandi þá er engin orð til þess að lýsa hryllingnum sem að gul og svört könguló getur skapað í hugum pödduhræddra. Randaköngulóin hefur því skotið mörgum skelk í bringu hérlendis þó algeng sé. Fjölmargar fyrirspurnir inn á hópinn góða bendir þó til þess að margir þekki ekki áttfætluna.

Uppvakningasveppur

Þessi einkennilega fluga vakti athygli eins meðlims. Um ósköp venjulega húsflugu en endalok hennar voru allt annað en venjuleg. Hvítu blettirnir á flugunni er sveppur sem að tekur yfir fluguna og drepur hana hægt og rólega. Eða eins og einn spekingurinn sagði við myndina. „Þarna hafa gróhirsluberar flugumyglu, Entomophthora muscae, þrengt sér út á milli liða afturbols flugunnar. Síðan er gróunum skotið út í loftið og enda eins og hvítt duft í kringum fluguna þar sem hún dó.“ En engar áhyggjur zombie-sveppurinn getur ekki ráðist gegn mannfólki.

Dreki sem er húsum hæfur

Það kemur kannski sumum lesendum á óvart að hérlendis er að finna tvær tegundir af drekum, frændum sporðdreka. Íslensku tegundirnar heita húsadreki, sem myndin hér að neðan er af, og mosadreki. Með rökhugsunina að vopni er hægt að varpa fram þeirri tilgátu að húsdrekar vilji helst vera í húsum en mosadrekar úti í mosa. Það er líka hárrétt tilgáta. Það finnst mörgum eflaust óþægilegt að vita af sporðdrekafrænda heima hjá sér en þeir eru agnarsmáir og éta allskonar aðrar pirrandi pöddur. Í raun ættu allir að fagna húsdrekum á heimilinu.

Krúttlega lifran

Það var alltaf að fara að enda þannig að mesta krúttið væri skaðræðið. Þessi loðna lirfa heitir skógbursti og virkar afar vinaleg og falleg. Hún er það kannski í rauninni en best er að njóta fegurðarinnar úr fjarlægð. Samkvæmt kunnugum í hópnum getur það verið sársaukafullt að snerta þetta fallega verðandi fiðrildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“