fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Tekjublaðið – Þetta eru LXS-áhrifavaldarnir með í laun á mánuði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 20:00

LXS-skvísurnar - Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar  Sunneva Einarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir, Ína María Norðfjörð og Ástrós Traustadóttir fengu sér allar eins tattú fyrir skömmuna með áletruninni LXS sem gárungarnir segja að standi fyrir lúxus.

Hafa þær síðan þá verið kallaðar LXS-dívurnar, LXS-skvísurnar eða LXS-gengið – aðallega þó af okkur hér á DV, enda er enginn í góðu gengi nema gengið hafi nafn.

Áhrifavaldana í LXS má að sjálfsögðu finna í Tekjublaði DV sem kemur út í fyrramálið og ákvað Fókus að veita lesendum smá forskot á sæluna. Reyndar vantar hér inn Kristíni Pétursdóttur, en sú skilgreinir sig ekki sem áhrifavald.

Sunneva Einarsdóttir

Sunneva Einarsdóttir er tvímælalaust meðal vinsælustu áhrifavalda Íslands, en hún er með yfir 42 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún heldur jafnframt úti vinsælu hlaðvarpi með Birtu Líf Ólfasdóttir sem nefnist Teboðið.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má má ætla að mánaðarlegar tekjur Sunnevu nemi 190.727 kr. á mánuði. 

Birgitta Líf Björnsdóttir

Birgitta Líf Björnsdóttir er áhrifavaldur með meiru en hún opnaði nýlega skemmtistaðinn Bankastræti Club þar sem goðsagnakenndi staðurinn B5 var áður til húsa. Hún er dóttir athafnahjónanna Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur sem gjarnan eru kennd við líkamsræktarveldi þeirra World Class.

Birgitta Líf er tekjuhæst LXS-dívanna með rétt rúmlega milljón á mánuði miðað við greitt útsvar eða 1.019.943 kr. á mánuði 

Magnea Björg Jónsdóttir

Magnea Björg Jónsdóttir er vinsæll áhrifavaldur á Instagram með tæplega 28 þúsund fylgjendur. Hún var lengi búsett í Beverly Hills í Bandaríkjunum þar sem hún rak lúxusbílaleigu og er með gráðu í samskiptafræði frá háskólanum í Santa Monica og BA gráðu í viðskiptafræði.  Hún greindi frá því síðasta sumar að hún væri ekki hætt að mennta sig og setti markið á háskólanám í viðskiptum og stjórnun.

Magnea er með 326.724 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2020.

Hildur Sif Hauksdóttir

Hilur Sif Hauksdóttir er með rúmlega 7,5 þúsund fylgjendur á Instagram, sem þykir nokkuð gott.  Hún hefur einnig gert það gott í blogg-heiminum á Íslandi en hún hefur sérstakan áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Hún er með BSc-gráðu í sálræði og hefur starfað sem samfélagsmiðlastjóri og einnig sem flugfreyja.

Hún er með 458.383 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2020.

Ína María Norðfjörð

Ína María Norðfjörð er áhrifavaldur með meiru og hefur  yfir sex þúsund fylgjendur á Instagram. Hún er með háskólagráðu í sálfræði og hefur starfað sem samfélagsmiðlastjóri hjá fatamarkaðnum Trendport.

Eitthvað virðist hafa verið hart í ári hjá henni á síðasta ári en miðað við greitt útsvar var hún aðeins með 40.395 kr. á mánuði.

Ástrós Traustadóttir

Ástrós Traustadóttir er áhrifavaldur og dansari og margir muna eftir henni úr vinsælu þáttunum Allir geta dansað.  Hún er með 15,5 þúsund fylgjendur á Instagram.

Hún er með 195.949 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“