fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sviðin jörð ungrar íslenskrar konu: Stal 350 þúsund króna úri af Alberti – Sökuð um að hóta og sparka í mann sem hún svindlaði á

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 31. júlí 2021 07:39

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Elías Arason ætlaði að selja úr sitt á Facebook-síðunni sinni Brask og brall.is. Úrið sem um ræðir er af gerðinni Omega Speedmaster Reduced 3510.50.00 og ætlaði Albert að selja það á 350 þúsund krónur. Íslensk kona hafði áhuga á úrinu og hitti Albert til að sækja úrið en það fór ekki á besta veg fyrir Albert.

DV ræddi við Albert sem útskýrði hvað kom fyrir. Þegar konan mætti til að kaupa úrið sýndi hún Alberti að hún væri búin að millifæra upphæðina á hans reikning. Eftir það fór hún á brott með úrið en stuttu síðar komst Albert að því að millifærslan hafði í raun og veru ekki gengið í gegn. Konan var því búin að stela úrinu af honum. „Hún var með vefsíðuna hjá Arion banka í símanum sínum, millifærslusíðuna. Hún skráði í rauninni allar upplýsingarnar um millifærsluna og sýnir mér síðan eins og það sé kvittun en það er í rauninni eitthvað annað. Það er eins og það sé búið að staðfesta millifærsluna en það er síðan ekki búið að staðfesta hana þrátt fyrir að það lýti þannig út.“

„Ef þið sjáið úrið mitt á sölusíðu, megiði endilega hafa samband við mig sem allra fyrst,“ segir Albert í færslu sem hann birti í Facebook-hópnum í dag þar sem hann varar við konunni. Konan sem um ræðir er þekkt fyrir að svindla á fólki. Töluverður fjöldi fólks hefur haft samband við Albert eftir að hann birti færsluna og sagt honum sína sögu af konunni. Þá hafa komið nokkrar athugasemdir þar sem fleira fólk varar við konunni. „Hún er mjög þekkt fyrir þetta, úlpur, símar, úr og fleira,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni.

Í annarri athugasemd segir kona nokkur sína sögu af svindlaranum. „Þessi stelpa er búin að vera að þessu lengi, myndi fara og kæra þetta, það hlýtur að koma að því að hún fari inn. Hún rændi úlpu með sama hætti af mágkonu minni í fyrra, það var mikið mál fyrir mig að ná henni til baka en það gekk á endanum! Hún er í mikilli neyslu og svona virðist hún fjármagna neysluna sína,“ segir konan.

Albert Elí Arason – Aðsend mynd

„Hún var bara að hóta honum og sparka í hann“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konan kemst í fjölmiðla fyrir að svindla á fólki. Í mars á þessu ári greindi DV frá því þegar hún svindlaði á 16 ára gömlum dreng sem var að selja símann sinn.

DV ræddi við drenginn um málið í vor. Drengurinn sagði að maður nokkur hafði samband við hann sem varaði hann við að fara til konunnar. Sá maður hafði einnig lent illa í henni. „Það er hættulegt að fara til hennar,“ segir drengurinn. „Ein manneskja seldi henni úr á 69 þúsund og hún gaf honum falsaða millifærslu og svo fór hann. Það sást eins og hún hefði millifært peninginn. Hann kom aftur og hún var bara að hóta honum og sparka í hann, hann sendi mér myndband af þessu.“

Lesa meira: 16 ára drengur varar við íslenskri konu sem svindlaði á honum – „Hún var bara að hóta honum og sparka í hann“

 

Hvetur fólk til að hafa samband við sig

Albert ætlar ekki að gefast upp á málinu en hann er búinn að tilkynna málið til lögreglu. Þá biðlar hann til allra þeirra sem hafa upplýsingar um málið sem geta gagnast honum að hafa samband við hann. „Fólk má endilega hafa samband við mig með upplýsingar og svoleiðis,“ segir hann.

Þeim sem hafa upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við Albert í síma 777-5910.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi