fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Þjófur lamdi starfsmann verslunar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 05:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðborginni. Tveir starfsmenn verslunarinnar veittu þjófnum eftirför og endurheimtu þýfið. Þjófurinn mun hafa slegið annan þeirra í andlitið áður en hann komst undan en málið er í rannsókn.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka á móti rauðu ljósi í miðborginni. Í Bústaðahverfi var einn ökumaður kærður fyrir akstur án gildra ökuréttinda og er um ítrekað brot að ræða.

Á Kringlumýrarbraut voru fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur frá klukkan 21:06 til 22:05. Leyfður hámarkshraði er 80 km/klst en ökumennirnir óku á 105 til 123 km/klst.

Í Breiðholti höfðu lögreglumenn afskipti af tveimur 17 ára farþegum stóðu í topplúgu bifreiðar og voru þar af leiðandi ekki með öryggisbelti spennt. Forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málið og tilkynning send til barnaverndaryfirvalda.

Á þriðja tímanum í nótt voru tveir ungir menn handteknir í Kópavogi. Þeir eru grunaðir um nytjastuld bifreiðar og að hafa reynt að stela léttu bifhjóli en eigandi þess náði að koma í veg fyrir það. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“