fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Rýmum hefur fækkað á gjörgæsludeild

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 08:00

Landspítalinn í Fossvogi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru aðeins 10 rými opin á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta er ekki óeðlilegt að sögn Sigríðar Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra spítalans, því margir starfsmenn séu í sumarfríi og erfitt sé að fá fólk til að leysa af á gjörgæsludeild.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sigríði að ef innlögnum á gjörgæslu fjölgi vegna COVID þá verði fleiri rými opnuð. Ef álag verði mikið þurfi að kalla fólk úr sumarleyfi og leita í bakvarðalistann eins og gert hefur verið í fyrri bylgjum faraldursins. „En við erum að reyna á meðan það er ekki nauðsyn að leyfa fólki að vera í sumarfríi. Fólkið okkar er búið að standa langa vakt og er þreytt,“ sagði hún einnig.

Hún sagði ekkert benda til að innlögnum á gjörgæslu sé að fara að fjölga en það muni koma í ljós þegar líður á yfirstandandi bylgju faraldursins. „Það hafa margir greinst undanfarið en þeir eru ekki búnir að vera veikir nógu lengi til þess að vera farnir að sýna þessa týpísku sjúkdómsmynd sem verður þegar þeir veikjast. Við förum að sjá það eftir viku, tíu daga. Þá sjáum við hver innlagnatíðnin verður miðað við bylgjurnar á undan. Það eru vísbendingar um að það er ekki eins há innlagnatíðni og áður. En við tökum enga áhættu, við grípum til aðgerða ef það stefnir í að við þurfum að manna betur eða manna meira eins og á gjörgæslu,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun