fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Guðlaugur er ákærður með feðgunum Eggerti og Jóhannesi í milljóna svikamáli – Sagður reka áróðursrit fyrir „Miðflokksþvælu“ og samsæriskenningar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 09:00

mynd/Guðlaugur Hermannsson - samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í gærkvöldi hafa átta nú verið ákærðir vegna aðildar að Ábyrgðarsjóðsmálinu svokallaða. Á meðal ákærðra er Guðlaugur Hermannsson, sem jafnframt er eigandi Fréttatímans. Mun Guðlaugur hafa gert tilraun til þess að beita aðferð sem Eggert Skúli Jóhannesson og sonur hans, Jóhannes Gísli Eggertsson beittu, samkvæmt ákærunni, ítrekað til þess að svíkja fé út úr Ábyrgðarsjóði launa á tímabilinu 2008 til 2016. Samkvæmt ákæru Héraðssaksóknara gekk hún þannig fyrir sig að einstaklingar tengdir Eggerti lugu til um störf sín hjá fyrirtækjum sem nýverið höfðu orðið gjaldþrota og innanbúðarmaður í hinu gjaldþrota fyrirtæki falsaði gögn, svo sem starfssamninga, launaseðla og annað, því til staðfestingar. Kröfu þeirri er Guðlaugur lagði fram var hafnað af Ábyrgðarsjóði og má leiða líkum að því að það hafi verið sú krafa sem varð kveikjan að rannsókn málsins, enda var það síðasta krafan sem einhver tengdur Eggerti er ákærður fyrir.

Fyrsti fjölmiðillinn til þess að greina frá málinu var Fréttatíminn, sem þá var undir stjórn þeirra Þóru Tómasdóttur og Gunnars Smára Egilssonar. Nú, fimm árum síðar, lifir aðeins lénið www.frettatiminn.is, og fátt sem bendir til þess að þar sé stunduð nokkurs konar fjölmiðlun, í hefðbundnum skilningi þess orðs. Lénið var raunar keypt út úr þrotabúi Fréttatímans eftir gjaldþrot útgáfufélagsins 2017 af Jóhannesi Gísla, syni Eggerts Skúla áður en það endaði svo í höndum Guðlaugs. Allir þrír eru þeir ákærðir í Ábyrgðarsjóðsmálinu.

Jóhannes hefur síðan þvertekið fyrir að hafa nokkra aðkomu að rekstri Fréttatímans.

Vefsíðan rekin „að gamni“

Í ítarlegri grein Kjarnans um Fréttatímann frá því 2019 er G. Hermannsson ehf. sagður eigandi Fréttatímans, en félagið er, eins og nafnið gefur sjálfsagt til kynna, í eigu téðs Guðlaugs, ákærða í Ábyrgðarsjóðsmálinu og meintum samverkamanna Eggerts Skúla Jóhannessonar.

Í greiningu Kjarnans er haft eftir Guðlaugi að reksturinn sé „að gamni,“ og hann kosti ekkert. Þeir sem skrifi þar inn efni geri það í sjálfboðavinnu. Þá er það skrifaði í greinina 2019 að eina auglýsingin þar inni sé frá fyrirtækinu Glæsigeymslur. Engin breyting hefur orðið þar á á tveimur árum.

Greinarnar sem hafa þó birst á Fréttatímanum hafa þótt heldur einstrengingslegar, og þá helst efnisvalið. Þegar umræðan stóð sem hæst um þriðja orkupakkann, svokallaða, mokuðu nafnlausir höfundar þangað inn efni sem sumt, ef ekki flest, stóðst enga skoðun. Til dæmis var þar haldið fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra myndi græða fúlgur fjár á lagningu sæstrengs vegna hugsanlegra tekna af virkjun á landareign hans. Efni greinarinnar hefur síðan verið hrakið, en þó ekki áður en Guðlaugur fékk morðhótanir vegna falsfréttarinnar.

Einn sem DV ræddi við og starfaði áður hjá Fréttatímanum sagði það alveg ljóst hvert nýir eigendur vefsins stefndu. Hræra upp „Miðflokksþvælu,“ og nota nafnið til þess. Sagan af Guðlaugi Þór sýnir því miður, að allt er hægt, sagði viðmælandinn jafnframt.

Þá var vefurinn duglegur að birta niðurstöður úr skoðanakönnunum Útvarps Sögu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Flestar sýndu þær ótrúlega velgengi Guðmunds Franklíns Jónssonar. Sú velgengi reyndist vera einmitt það, ótrúleg. Guðmundur fékk 7% í sjálfum kosningunum. Af lestri Fréttatímans í aðdraganda kosninganna hefði þó mátt skilja að Guðni væri á leið út af Bessastöðum.

Árið 2019 birti þá Fréttatíminn jafnframt grein undir fyrirsögninni: „Eltihrellir lýgur upp á Eggert Skúli Jóhannesson – Upplogin níðgrein,“ sem virðist vera svar við frétt DV um aðkomu Eggerts Skúla Jóhannessonar að Ábyrgðarsjóðsmálinu, sem Héraðssaksóknari hefur nú ákært í. Í greininni segir að ótilgreindur blaðamaður hafi látið „alkóhólista og dópista“ sem sé heltekinn af Eggerti og hafi ofsótt hann um árabil ljúga að sér, og þannig verið „plataður“ til þess að skrifa greinina um Eggert.

Þá birti vefurinn myndir og viðtöl við Eggert á tímabili. Myndirnar sýndu Eggert á flokksviðburðum Miðflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt

Trúboðinn Eiríkur í Omega fékk skilorðsbundna 10 mánuði og 109 milljóna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa