fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Covid smit á Laufásborg

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 10:51

Laufásborg Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir starfsmenn leikskólans Laufásborg sem rekinn er af Hjallastefnunni hafa greinst smitaðir af Covid-19. Þetta staðfestir Matthildur L. Hermannsdóttir, skólastýra, í samtali við DV.

Fyrra smitið greindist á sunnudag og fór fjöldi starfsmanna ásamt einum bekk í sóttkví. Hitt smitið greindist í dag. Í bekknum eru 24 nemendur en skólinn hafði farið í sumarfrí föstudaginn áður. Því settu smitin strik í reikninginn hjá einhverjum fjölskyldum sem höfðu planað að fara í útilegur eða út á land.

„Börnin eru í góðum málum og eru hjá fjölskyldum sínum. Foreldrarnir tóku þessu með ofboðslega miklu æðruleysi og stóðu sig rosalega vel við að fá þessar fréttir,“ segir Matthildur.

Allir starfsmenn leikskólans eru bólusettir fyrir Covid-19. Börnin verða í sóttkví þar til á morgun þegar þau fara í skimun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin