fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Stakk lögregluna af í beinni útsendingu á Instagram: „Heyrðu ég er farinn í fangelsi, við sjáumst bara“ – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. júlí 2021 00:01

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúlegt myndband fer nú sem eldur um sinu um samfélagsmiðla. Er um að ræða beina útsendingu af því þegar ökumaður stingur lögreglu af eftir að hafa verið stöðvaður og látinn blása. Í lýsingu við myndbandið stendur að viðkomandi hafi verið búinn að drekka 15 bjóra.

Um leið og niðurstaðan kemur stingur ökumaðurinn af en eftir stuttan eltingarleik er viðkomandi handtekinn en þá hefur talsvert gengið á.

Í byrjun myndbandsins, sem er hér neðar í fréttinni,  má sjá ungan mann, sem er á tuttugasta aldurs ári, bíða ásamt lögreglumanni eftir niðurstöðu áfengismælis sem hann hafði áður blásið í. Um leið og niðurstaðan gengur í gegn  tekur ökumaður bifreiðarinnar sig til og segir „Heyrðu við sjáumst“ við lögreglumanninn og brunar af stað á ógnarhraða.

Vekur það mikla kátínu hjá farþegum bifreiðarinnar en lögreglan síður hjá lögreglu sem hefur þegar eftirför.

Ökumaðurinn stöðvar loks bifreiðina og segir þá farþegi bifreiðarinnar sem tekur myndbandið upp: „Heyrðu ég er farinn í fangelsi, við sjáumst bara.“

Stuttu síðar opnar bílstjórinn bílhurðina fyrir lögregluna og er umsvifalaust handtekinn af offorsi. Stynur þá sami farþegi upp eftirfarandi orð. „Djöfulsins hálfviti er Johnny maður“.

Myndbandið, sem tekið var upp fyrr í kvöld, virðist hafa verið tekið upp á Reykjanesbrautinni í grennd við Hafnarfjörð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi