fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Stjúpsonur Bjarna Áka gekk í skrokk á honum og urðu börn vitni að árásinni: „Þessi dópheimur er svakalegur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. júlí 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bako Ísberg, varð fyrir fólskulegri árás fyrir utan heimili sitt seinnipartinn í gær. Um er að ræða fjölskylduharmleik en að sögn Bjarna var það stjúpsonur hans sem réðst á hann í félagi við annan mann sem hefur reglulega ratað í fjölmiðla fyrir ofbeldsverk.

„Ég byrja að fá símtöl upp úr hádegi frá syni konunnar minnar sem er dópisti. Hann byrjar að hóta mér en ég skelli bara á hann. Svo fer hann að senda mér skilaboð og fer að hringja í mömmu sína og segir að vondi kallinn ætli að koma að tala við mig. Svo mættu þeir tveir og gengu í skrokk á mér,“ segir Bjarni í samtali við blaðamann en börn urðu vitni að árásinni.

Stjúpsonurinn hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn en náði síðan í fimm ár að halda sér edrú. Fyrir ári síðan féll hann og hafði Bjarni lítið sem ekkert rætt við hann síðan. Það breyttist að sögn Bjarna þegar stjúpsonurinn fór að biðja hann um pening í gær.

„Hann er dópisti og hver dagur hjá þessum gæjum kostar 150 þúsund krónur,“ segir Bjarni en hyggst kæra bæði stjúpsoninn og hinn meinta ofbeldismanninn og fara í skaðabótamál.

Bjarni er lemstraður í dag og er með glóðarauga eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Þá sagðist hann eiga erfitt með að hreyfa á sér hendina eftir að hafa fallið í jörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa