fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Fréttir

Myndband: Íslenskur drengur á leikskólaaldri varð fyrir hatursorðræðu á rólóvelli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 13:00

Svanhildur og Bjarni Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanhildur Valdimarsdóttir og Bjarni Þór, tæplega þriggja ára sonur hennar, voru á leið heim úr leikskóla í gær og ákváðu að stoppa við á rólóvelli. Svanhildur var að taka upp myndband af Bjarna leika sér þegar ungur drengur gengur framhjá ásamt vinum sínum og kallar mjög hátt n-orðið til Bjarna. Hann er af blönduðum uppruna; mamma hans er íslensk en pabbi hans frá Kenía.

Þú getur séð atvikið í spilaranum hér að neðan.

Svanhildur var miður sín og grét á leiðinni heim. Hún ákvað að vekja athygli á þessu á Instagram í von um að fleiri foreldrar myndu fræða börnin sín svo hægt væri að koma í veg fyrir svona atvik og rasisma.

Í samtali við DV segist hún vera búin að ræða við foreldra þessara barna. „Þeir voru miður sín og lofuðu því að fræða börnin sín betur. Þetta er því miður ekki einsdæmi og allir foreldrar ættu að fræða börnin sín um svona orðanotkun,“ segir hún.

„Ásetningur þessara drengja var ekki slæmur en þetta getur samt sem áður haft skaðlegar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir þessu.“

Þetta er í fyrsta sinn sem Bjarni verður fyrir beinu aðkasti vegna kynþáttar síns en Svanhildur segir að fólk hefur látið alls konar óviðeigandi athugasemdir falla um hann þó það meini það alls ekki illa.

„Einu sinni sagði ókunnug kona: „Svona blendingar eru svo sætir.“ Mjög óviðeigandi, auk þess eru börn ekki „blendingar,““ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

116 smit í gær
Fréttir
Í gær

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingur er ánægður með styttingu vinnuvikunnar – Opinberir starfsmenn ánægðastir

Rúmlega helmingur er ánægður með styttingu vinnuvikunnar – Opinberir starfsmenn ánægðastir
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Að minnsta kosti 145 smit í gær

Að minnsta kosti 145 smit í gær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sveitarstjóri Súðavíkur féll í á og slasaðist

Sveitarstjóri Súðavíkur féll í á og slasaðist