fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur segir Háskóla Íslands til syndanna – „Verk­fræðideild­in sá ekki ástæðu til að biðja nem­ann af­sök­un­ar“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 11:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér þykir vænt um Há­skóla Íslands. Ég er út­skrifaður frá Há­skóla Íslands, ég hef kennt við há­skóla Íslands, ég var í mörg á formaður í ráðgjafa­nefnd Verk­fræðdeild­ar Há­skóla Íslands. Í nær­fellt fjög­ur ár hef ég orðið vitni að af­greiðslu há­skól­ans á máli doktorsnema, af­greiðslu sem er með slík­um endem­un að ég fæ ekki orða bundist.“

Svona hefst pistill sem verkfræðingurinn Guðmundur G. Þórarinsson skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu. Í pistlinum segir Guðmundur Háskóla Íslands til syndanna vegna meðferðar skólans á nemenda nokkrum sem er þó ekki nafngreindur í pistlinum.

„Bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur sem vann í 10 ár hjá virtri ráðgjafa­verk­fræðistofu í Banda­ríkj­un­um flutt­ist heim til Íslands með mjög góð meðmæli frá vinnu­veit­anda sín­um og fékk vinnu hjá Rann­sóknamiðstöð Há­skóla Íslands í jarðskjálfta­verk­fræði á Sel­fossi eftir að hafa unnið sem sjálf­stætt starf­andi verk­fræðing­ur. Eft­ir um árs starf hjá rann­sóknamiðstöðinni kom for­stöðumaður stofnun­ar­inn­ar að máli við verk­fræðing­inn og stakk upp á að hún ritaði doktors­rit­gerð um jarðskjálfta­álag á lagn­ir í jörðu. Eft­ir Suður­lands­skjálft­ann 2008 var slíkt álag á frá­rennslislagn­ir í Hvera­gerði mjög til umræðu.“

Guðmundur segir nemendann hafa hafist handa en nokkru síðar hafi for­stöðumaður­inn veikst og látist. „Hann hafði þá sent frá sér stöðurit þar sem hann sagði að um 30% doktors­rit­gerðar­inn­ar væri lokið. Nokkru síðar var laus­ráðinn Nepal­búi við há­skól­ann ráðinn leiðbein­andi við rit­gerðina. Doktorsnem­inn hafði þá fengið vilyrði um styrk frá Rannís, ca. 7-8 m.kr. sem sent var Verkfræðideild há­skól­ans til um­sýslu.“

„Var greini­lega und­ir þrýst­ingi frá deild­ar­for­set­an­um“

Guðmundur segir að neminn hafi þó aldrei fengið neitt greitt af styrknum. „Hún óskaði eft­ir að fá styrk­inn greidd­an mánaðarlega sem verk­taka­greiðslu. Ástæða þess var að hún hafði eytt veru­leg­um tíma og upp­hæðum í að fara yfir ljós­mynd­ir af lögn­um í Hvera­gerði frá síðasta skjálfta og þurfti að kosta smíði stálmóta til próf­un­ar á stein­steypt­um frá­rennsl­is­rör­um. Henni var tjáð að hún fengi ekki þenn­an kostnað dreg­inn frá skatti ef styrk­ur­inn væri greidd­ur út sem laun,“ segir hann í pistlinum.

„Deild­ar­for­seti verk­fræðideild­ar neitaði því þrátt fyr­ir for­dæmi um þannig meðferð styrks og vildi að hún hætti við til­raun­ir sem hún og leiðbein­andi höfðu talið nauðsyn­leg­ar og gert um skrif­legt sam­komu­lag. Varð af þessu veru­leg­ur nún­ing­ur milli nem­ans og deild­ar­for­set­ans. Nepal­bú­inn reynd­ist hafa lít­inn tíma eða áhuga á að aðstoða doktorsnem­ann. Hann tjáði doktorsnem­an­um að ef hún leysti ekki ágrein­ing­inn við deild­ar­for­set­ann kæmi hann ekki ná­lægt verk­efni henn­ar meira. Var greini­lega und­ir þrýst­ingi frá deild­ar­for­set­an­um sem átti erfitt með að fyr­ir­gefa doktorsnem­an­um ákveðna af­stöðu henn­ar.“

„Verk­fræðideild­in sá ekki ástæðu til að biðja nem­ann af­sök­un­ar“

Guðmundur segir að nemanum hafi á þessum tíma verið gert að taka miðbikspróf sem hún gerði og skilaði um 35 blaðsíðna ritgerð í júní árið 2017. „Síðan hélt hún áfram áhyggju­laus vinnu að rit­gerðinni án þess að fá vitn­eskju um niður­stöðu prófs­ins. Um viku eft­ir prófið sendi nem­andi inn út­drátt af grein á Evr­ópska jarðskjálftaráðstefnu, sem halda átti í Grikklandi sum­arið 2018. Útdrátt­ur­inn var samþykkt­ur og í fram­hald­inu skilaði nem­inn inn grein­inni og kynnti á ráðstefn­unni,“ segir hann.

„Fékk ekki próf­sýn­ingu þrátt fyr­ir ákvæði þar um í reglu­gerðum há­skól­ans. Í ág­úst 2017, rúm­um tveim mánuðum eft­ir próf­tök­una, til­kynnti skrif­stofa há­skól­ans henni bréf­lega að hún hefði fallið á próf­inu og í sama bréfi rek­in úr há­skól­an­um.“

Guðmundur segir að viku eftir prófið hafi styrknum sem neminn fékk verið skilað til Rannís. „Þá án henn­ar vit­und­ar og áður en niðurstaða prófs lá fyr­ir. Allt án þess að nem­inn gerði sér grein fyr­ir hvað væri að ger­ast,“ segir hann.

„Hún fékk eng­ar skýr­ing­ar og hófst nú þriggja ára viðleitni henn­ar til að rétta hlut sinn. Hún kærði þessa málsmeðferð til sér­stakr­ar kær­u­nefnd­ar, sem tók málið fyr­ir. Formaður nefnd­ar­inn­ar var Björg Thor­ar­en­sen, nú­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari. Úrsk­urður kær­u­nefnd­ar­inn­ar var óvenju­leg­ur.“

Þá segir hann að í úrskurði kærunefndarinnar hafi komið fram að brotið hafi verið al­var­lega á doktorsnem­an­um, all­ar ákv­arðanir verk­fræðideild­ar­inn­ar væru felld­ar úr gildi og deild­ar­for­seta hafi verið falið að taka málið fyr­ir að nýju og fara að lög­um.

„Verk­fræðideild­in sá ekki ástæðu til að biðja nem­ann af­sök­un­ar eða taka neina af ákvörðunum sín­um upp.“

„Vænt­an­lega fyr­ir vel unn­in störf!!!“

Guðmundur segir að ólíklegt sé að Nepalbúinn hafi ákveðið sjálfur að leysa upp doktorsnefndina, skila styrknum og reka nemann úr náminu. „Yf­ir­menn verk­fræðideild­ar sem stöðugt lýsa því að þeir séu ekki van­hæf­ir við ákv­arðana­töku í mál­inu hljóta að hafa stýrt Nepal­bú­an­um,“ segir hann.

„Að þess­um þætti lokn­um fastréð verk­fræðideild­in Nepal­bú­ann og valdi hann sem vara­for­seta verk­fræðideild­ar­inn­ar. Vænt­an­lega fyr­ir vel unn­in störf!!!“

Segir prófdóminn hafa verið ritaðan af mikilli óvild

Guðmundur segir að þrátt fyrir að þekking hans á jarðskjálftaverkfræði sé takmörkuð hafi hann séð að prófdómur Nepalbúans var  ritaður af mikilli óvild. „Hann virðist hafa fengið öðrum doktors­nefnd­ar­mönn­um dóm sinn til und­ir­rit­un­ar og meðvirkni skil­ar árangri,“ segir hann.

„Doktorsnem­inn fór fram á að fá óháðan próf­dóm­ara skipaðan. Há­skól­inn vísaði mál­inu frá nefnd til nefnd­ar, sem all­ar tóku óheyri­leg­an tíma til úr­sk­urðar og það var ekki fyrr en umboðsmaður Alþing­is til­kynnti há­skólaráði að ráðið gæti ekki vísað slík­um ákvörðunum til lægra settra nefnda, að úr­sk­urður kom sem skyldaði há­skól­ann til að skipa óháðan próf­dóm­ara. Hafði málið þá gengið milli aðila í há­skól­an­um í rúm þrjú ár, þrátt fyr­ir stöðuga eft­ir­fylgni doktorsnem­ans“

Hann segir þá að það sé ljóst að verk­fræðideild­in hljóti að hafa haft veru­leg­ar áhyggj­ur af þessu máli og orðstír sín­um. „Skyldi maður nú ætla að æðsta mennta­stofn­un lands­ins mundi ganga þannig frá mál­inu eft­ir það sem á und­an var gengið, að ekki orkaði tví­mæl­is eða ylli ágrein­ingi um rétt­láta niður­stöðu.“

„Eng­inn rök­stuðning­ur fylg­ir“

Þegar hingað er komið við sögu segir Guðmundur að neminn hafi fengið virt­an pró­fess­or í jarðskjálfta­fræðum við há­skóla í Suður-Kali­forn­íu til að fara yfir prófúr­lausn sína. „Niðurstaða hans var að ein­kunn ætti að vera 7, ekki brillj­ans en vel staðið próf. Þannig var í vænd­um að dómi Nepal­bú­ans yrði hnekkt og öll aðkoma verk­fræðideild­ar að mál­inu yrði þeim stór­lega til vansa,“ segir hann.

„Verkfræðideild­in þráaðist þó við og skipaði sem óháðan próf­dóm­ara aðjunkt við há­skól­ann í Nepal sem hef­ur starfað sem prófess­or við há­skól­ann í Nepal meðan Nepal­bú­inn var þar, og er kunn­ingi, vin­ur, Nepal­bú­ans. Pró­fess­or þessi hafði unnið með Nepal­bú­an­um og starfs­manni rann­sóknamiðstöðvar­inn­ar á Sel­fossi að rit­un sex fræðigreina. Auðvelt er því að draga þá álykt­un að þessi Nepalaðjunkt væri vel kunn­ug­ur máli doktorsnem­ans, eft­ir vinnu með rann­sókna­stöðinni, máli sem verið hafði í brennidepli í miðstöðinni í þrjú ár. Aug­ljós­lega er þessi nýi próf­dóm­ari van­hæf­ur.“

Guðmundur segir að úrskurður þessa prófdómara hafi aðeins verið ein málsgrein þar sem fram kom að hann fallist á niðurstöðu Nepalbúans, sem Guðmundur segir að sé kunningi hans. „Eng­inn rök­stuðning­ur fylg­ir og doktorsnem­inn fær ekki að sjá slík gögn þrátt fyr­ir ákvæði há­skól­ans um próf­sýn­ingu.“

„Ætti að leiða til af­sagn­ar for­ystu­manna verk­fræðideild­ar“

Að lokum segir Guðmundur að hann hafi í mörg ár verið formaður siðanefndar VFÍ, Verkfræðingafélags Íslands, og að hann efist ekki andartak um að deild­ar­for­set­ar verk­fræðideild­ar og Nepal­bú­inn myndu hljóta veru­leg ámæli ef mál þetta færi fyr­ir siðanefnd­ir há­skól­ans og VFÍ.

„Þegar ég var í stjórn­mál­um var tals­verð umræða um að stjórn­mála­menn ættu ekki að koma að stjórn há­skól­ans né deild­um hans. Nú er mér ljóst að veru­leg hætta er á mis­beit­ingu emb­ætt­is­manna í þessu fá­menna, vina- og skyld­leika þjóðfé­lagi okk­ar. Menn virðast geta haft op­inn leik­völl fyr­ir skap­bresti sína. Opin umræða í okk­ar þjóðfé­lagi um mál sem þetta ætti að leiða til af­sagn­ar for­ystu­manna verk­fræðideild­ar,“ segir hann.

„Há­skól­inn verður að skipa óháðan próf­dóm­ara, ef til vill tvo, og leiða málið til lykta þannig að ekki verði ef­ast um rétt­læti og sann­girni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi