fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fréttir

Klósettperri á Nesjavöllum kom upp falinni myndavél – Orka náttúrunnar lagði fram kæru

Erla Hlynsdóttir, Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 18. júní 2021 18:00

Frá Nesjavallavirkjun /Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orka náttúrunnar hefur lagt fram kæru til lögreglu á hendur starfsmanni sem sá um þrif í Nesjavallavirkjun vegna uppsetningar starfsmannsins á myndavél á salernisaðstöðu í virkjuninni.

Starfsmaðurinn sem um ræðir starfaði hjá AÞ-Þrifum ehf og hefur honum verið sagt upp störfum.

Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar til DV vegna málsins segir:

„Orka náttúrunnar lítur málið mjög alvarlegum augum enda er um að ræða möguleg brot á okkar starfsfólki á okkar starfsstöð. Í kjölfar þess að tilvist myndavélarinnar uppgötvaðist virkjaði starfsfólk og stjórnendur viðbragðsáætlun og starfsfólk Nesjavallavirkjunar var upplýst. Eftir að ljóst var að starfsmaður verktakafyrirtækis sem sér um ræstingar í virkjuninni gaf sig fram var sá hinn sami kærður til lögreglu. Orka náttúrunnar vonast til þess að rannsókn lögreglu dragi allar staðreyndir málsins fram.“

Samkvæmt heimildum DV uppgötvaði kvenkyns starfsmaður Nesjavallavirkjunar myndavélina en áttaði sig ekki í fyrstu um hvers kyns tæki var að ræða. Starfsmaður verktakafyrirtækisins AÞ-Þrif gaf sig fram í framhaldinu og játaði að hafa sett myndavélina upp. Ekki liggur fyrir hvort myndavélinni var ætlað að taka upp, streyma beint eða hvort einhverju myndefni var miðlað yfir höfuð.

DV hafði samband við forsvarsmenn AÞ-Þrifa vegna málsins sem brugðust við með eftirfarandi  yfirlýsingu:

„Því miður var starfsmaður uppvís að alvarlegu broti, starfsmanninum var umsvifalaust sagt upp störfum enda brotið alvarlegt. Í 15 ára sögu fyrirtækisins hefur atvik sem þetta ekki komið upp áður. Hlutaðeigendum var boðin fagleg aðstoð. AÞ-Þrif harmar að mál sem þetta komi upp og vinnur að þvi að leysa málið í viðeigandi ferlum með lögreglu og fagaðilum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“

Áframhaldandi flugvandræði yfirvofandi – „Þetta hefði ekki átt að koma neinu flugfélagi á óvart“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann